fös. 13.3.2009
Kúru-veður
Þetta er veðrið þar sem maður vill liggja eins og skata undir sæng og kíkja í góða bók. Hlusta á vindinn og hjala við kallinn og köttinn.
Lúra hjá barnabörnunum og segja þeim sögur eða bara rabba við þá.
Það er að bæta í vindinn hér fyrir sunnan núna.
Hugsa til Geirs Fannars sem er að sigla suður af landinu í snarvitlausu veðri á landstími. Hann vonast eftir að komast í meira skjól af landinu eftir um fjóra klukkutíma.
Nú ætla ég að setja undir mig hausinn og drífa mig á fund.
Kúri á eftir.
Vonskuveðri spáð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Óska þér góðs "kúru dúrs" á eftir systir, en ég held að við sleppum að mestu núna hér í Eyjafirðinum í þessu vonskuveðri - eða ég vona það. Vona að Geir Fannari gangi vel á landstíminu. Góða nótt
Hulda Margrét Traustadóttir, 13.3.2009 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.