sun. 11.1.2009
Afmæli
Ég á afmæli í dag. Hafði lambalæri og ís á eftir fyrir fjölskylduna ásamt foreldrum og tengdaforeldrum.
Sonarsynirnir fóru fram á að fá pylsu í brauði með tómat, ekki hitað í potti heldur keypt í pylsusjoppu.
Þannig eru afmæli skildist mér á þeim.
Afi græjaði málið um leið og hann sótti afmælisgesti kom hann við í pylsuvagninum við sundlaugarnar í Laugardal og kom með pylsur á strákalínuna.
Ég fékk góða aðstoð við að raða kertum á ísinn sem þeir bjuggu til með mér milli jóla og nýárs og enn betri aðstoð við að blása á kertin sem voru að sjálfsögðu fimm.
Eitt fyrir hvern strák og eitt fyrir afa.
Ekki einu kerti meira enda konan á besta aldri.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Svona eiga afmæli að vera. Innilega til hamingju með daginn. Þegar hér er komið sögu skipta árin ekki öllu, heldur halda í barnið í hjartanu
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.1.2009 kl. 20:28
Til hamingju með dagin Ippa mín. Erum við þá ekki jafngömul í nokkra mánuði? Njóttu dagsins (kvöldsins)
Gylfi Björgvinsson, 11.1.2009 kl. 20:39
Takk fyrir öll og Gylfi það veltur á því hvenær þú átt afmæli;-)
Vilborg Traustadóttir, 12.1.2009 kl. 01:10
Til hamingju með afmælið, það er alltaf verið að minna mann á hvað maður er ungur, oooggg að tíminn lýður og lýður.
Sigurveig Eysteins, 12.1.2009 kl. 05:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.