Samfylkingin fær mjúka meðferð hjá fjölmiðlum auðmanna

Þessu heldur Bjarni Harðarson fram í viðtali á mbl.is og það er hætt við að það sé rétt hjá honum.

Ekki bara Samfylkingin heldur Framsóknarflokkurinn , Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir flokkar hér á landi.

Nú er nauðsynlegt að stofna nýjan öflugan og óháðan fjölmiðil. Hann myndi sópa til sín góðu fólki sem vill vinna vinnuna sína án þrýstings auðmanna og stjórnmálamanna.  Allir vita að þegar auðmenn og stjórnmálamenn plotta saman á þann hátt sem þeir nú gera myndast banvænan kokteil á vettvangi fjölmiðla sem og á öllum öðrum sviðum í þessu þjóðfélagi.

Íslendingar eru kúguð þjóð með spillta ríkisstjórn og spilltan þingheim sem allur er meira eða minna blandaðir í þetta hrun Íslenska bankakerfisins á einn eða annan hátt.  

Það segir sig sjálft að það er svo fyrst ekkert gerist til að upplýsa mál og skýra hvers vegna staðan er eins og hún er.  

Þingheimur er drulluhræddur um eigið skinn!

Þingheimur og auðmenn komast upp með margt meðan fjölmiðlar sinna ekki upplýsingaskyldum sínum en eru lamaðir undir hæl auðmanna sem halda stjórnmálamönnum í spennitreyju. 

 


mbl.is Stjórna í gegnum fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég trúi því að það sé markaður fyrir nýjan fjölmiðil hann væri hægt að stofna á samvinnurekstrargrunvelli einn maður eitt atkvæði þá ættu peninga öflin ekki að ráða för.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 16.12.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Í litlu landi er hætt við meiri áhrifum úr ýmsum áttum. Það er komin tími á fjálsan og óháðan fjölmiðil hér á landi - orð í tíma töluð.

Hulda Margrét Traustadóttir, 17.12.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband