The Savior

Jón Gerald Sullenberger er flottur og kemur sterkur inn.  Mér finnst gott mál ef hann stofnar hér lágvöruverslun sem samkeppnisaðila við Bónus.  

Þó Krónan sé ágæt væri ekki verra að fá annan valkost.

Hvað svo sem Jón Gerald tekur sér fyrir hendur veit ég að honum verður vel tekið. 

Við höfum þörf fyrir uppbyggingu og yfirlýsing hans um að hann ætli að taka þátt í og vera leiðandi í þeim efnum blæs hugrekki í marga.

Alla vega fann ég ættjarðarstoltið sem var að fara veg allrar veraldar lifna við þegar hann sagðist myndi koma með vasaljósið.......

 


mbl.is Jón Gerald mótmælir í Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Öll samkeppni er af hinu góða, þetta hefur verið of einhæft !

Hulda Margrét Traustadóttir, 17.12.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Nonni

Ég hef engan áhuga á að vera bendlaður við þennan mann. Hann hefur ekkert með þessi mótmæli að gera, nema hann vill eigna sér þau með hjálp Moggans og Ríkistjórnarvarpsins. Það er sama ýldufýlan af honum og útrásarvíkingunum, enda var hann einn þeirra, og vill verða aftur.

Ég skil þá fullkomlega sem skýldu vitunum með klúti fyrst hann var þarna. Ég kalla þau góð að hafa ekki þurft að kasta upp.

Nonni, 17.12.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband