Nýbúarnir okka flýja

Á sama tíma og ferðamenn flykkjast til landsins til að virða þessi "viðundur" hér á landi fyrir sér hef ég tekið eftir því að í fréttum er því ekki haldið hátt á loft hvernig nýju íslendingarnir okkar flýja landið umvörpum.  Það er sagt frá því í léttum dúr að straumur þessa fólks hafi náð síðustu ferð með Norrænu en þó hafi tekist að ná af þeim bílunum sem bílaumboðin voru búin að framleigja þeim í einhver x ár.

Þetta er fólkið sem hefur gert það að verkum að landið okkar hefur getað haldið úti þeirri uppbyggingu sem verið hefur undanfarin ár.

Hver hugar að réttindum þeirra?

Fá þau greiddan sinn uppsagnarfrest?

Hvernig skiljum við við þetta fólk? 

Erum við bara fegin að þau fara svo við getum þá fengið þá vinnu sem þau yfirgefa?

Eru þau kannski eingöngu að hverfa frá störfum sem algerlega leggjast af á næstunni?

Eitt er víst að dýrmætir starfskraftar streyma nú úr landinu, fólk sem hefur komið með ferska strauma til landsins.  

Það er eins og öll verðmætaviðmið hverfi í svona dýfu.

Það er missir að þessu fólki og ég vona að við skiljum a.m.k. sómasamlega við það. 

 


mbl.is Erlendum gestum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr

Tek fullkomlega undir með þér. 

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Mikið skil ég þetta fólk vel, því alltaf versnar ástandið.

Hulda Margrét Traustadóttir, 31.10.2008 kl. 12:04

3 identicon

Nýju Íslendingar? Þetta eru ekki sérlega miklir Íslendingar sem eru að stinga úr landi.

Intro (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:55

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er eðlilegt að fólk hörfi þegar það fær ekki greidd laun eða getur ekki millifært peningana lengur. Það á samt ekki að hýrudraga það frekar en okkur.

Vilborg Traustadóttir, 31.10.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband