sun. 26.10.2008
Enn einn myllisteinninn um háls Seðlabankans
Fram kom í ágripi í fréttum úr Kompásþætti morgundagsins að Seðlabankinn neitaði að veita Landsbankanum lán gegn tryggingu upp á 200 milljón pund gegn því að allir ice-save reikningar Landsbankans færðust í breska lögsögu.
Þetta gerði Seðlabankinn daginn áður en bretar beittu hryðjuverkalögum á Landsbankann í Bretlandi til að frysta eignir hans þar.
Hvers lags vinnubrögð eru viðhöfð á þeim bæ?
(Seðlabankanum)
Hvert fjandans klúðrið af öðru hjá banka sem ætti eins og seðlabankar annarra landa að verja bankana en ekki öfugt!
Ófaglegar aðfarir Seðlabankans frá a-ö hafa kostað þjóðina ómælda peninga, atvinnumissi og það sem er kannski sárast æruna.
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:18 | Facebook
Athugasemdir
Klúður frá upphafi til enda !
Hulda Margrét Traustadóttir, 26.10.2008 kl. 19:55
Já maður er að verða hálfringlaður.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.10.2008 kl. 20:11
Sammála ykkur .....
Svanhildur Karlsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:15
Ég segi eins og Jakobína: Maður er orðinn hálfringlaður. Eða alringlaður og hættur að skilja upp né niður.
Jens Guð, 26.10.2008 kl. 22:17
Og enn situr hryðjuverkamaðurinn og alvaldurinn við stjórnvölinn! Er þetta einhver hemja? Bananalýðveldi væri væri nafn okkur til vegsauka í samanburði við það stjórnarfar sem ríkir nú.
Nú þarf að draga þetta lið fyrir þingnefnd og sjónvarpa því eins og gert er í USA. Svo á að henda þessum brjálæðingi í grjótið og henda lyklinum.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.