Söfnum liði

Silfur Egils var alveg frábært í dag.  Skemmtilegir menn eins og Pétur Tyrfingsson krydda tilveruna og ég er algerlega sammála honum að nú þarf alþýða þessa lands að flykkjast inn í verkalýðsfélögin og nota öll þau vopn sem þau hafa til að rétta hlut sinn.  Klóra í bakkann, hafa sig upp á hann og endurheimta virðingu sína, það sem það hefur lagt til þjóðarbúsins og hreinlega innistæður sínar og lífeyrissjóði.  Skapa betri framtíð fyrir börnin okkar.  

Einnig dáðist ég að háskólakennaranum (tölvufræðingi) náði ekki nafninu hans en tók eftir að hann hefur sama kæk og ég! Hann kom með góða og áður órædda punkta inn í umræðuna.  Ferskur!

Við eigum að rísa upp og segja hingað og ekki lengra.

Egill Helgason á heiður skilið fyrir þessa þætti. Það er einnig ágætt viðtal við hann í Helgarblaði DV þar sem hann hvetur til samstöðu og að fólk safni liði til að vinna okkur upp úr þessu ástandi sem við erum komin í.  Ég tek undir það og mun ekki láta mitt eftir liggja ef af því verður.

Jón Baldvin Hannibalsson kom svo í lok þáttarins í viðtal og ég segi nú bara við þurfum virkilega á honum að halda hér á Íslandi núna.

Ég myndi vilja kjósa upp á nýtt hið fyrsta koma honum í framvarðarsveit ásamt öðru góðu fólki sem er nú í eldlínunni og ekki síður nýju öflugu og óspilltu fólki.

Jón Baldvin væri flottur forsætisráðherra! 

Hann er vel kynntur meðal þjóða og einhver öflugasti og gáfaðasti maður sem við gætum teflt fram núna. 

Þjóðin er í losti núna en við munum rísa upp og sýna samstöðu fljótlega.  Það hefur vantað aðhald frá grasrótinni á undanförnum árum.

Ég mun mæta fyrst manna á þverpólitískan baráttufund verði til hans stofnað. 

Virkjum fólkið! 

Áfram Ísland. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband