Ingibjörg mætt - hún er leiðtogi

Svona yfirlýsingu hefði ég viljað heyra forsætisráðherra gefa fólkinu í landinu.  

Það þýðir ekkert að læðast með veggjum og halda að hlutirnir leysi sig sjálfir og að fólk sé svo "heimskt" að það þurfi ekki skýringar.

Enda hefur verið "áramótabrenna" á verðmætum þjóðarinnar á undanförnum dögum og stjórnvöld, því miður, í einhverjum hægagangi.

Jón Baldvin Hannibalsson sagði í Silfri Egils í því samhengi og hafði það eftir vinum sínum innan Sjálfstæðisflokksins að Davíð Oddsson væri að tefja málið gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða eins og Jón Baldvin orðaði það "að þvælast fyrir á strandstað"!

Á meðan brenna sem svarar öllum rekstrarkostnaði Landspítalans daglega! 

Velkomin heim Ingibjörg Sólrún og  takk fyrir þetta. Við metum það mikils að fá sannleikann fram.  Þá er hægt að haga seglum eftir vindi.  Jafnvel sigla beitivind!


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erfiður vetur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Leiðtogi hverra.  Popúlismans? 

Guðmundur Björn, 19.10.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ingibkörg Sórún hefur ábúðarfullt yfirbragð en er marklaus pólitíkus sem ekki mun taka neinar ákvarðanir em líklegar eru til að verða öðrum að gagni en nokkrum kotóristum. Hún hefur eitt pólitískt auga í miðju enni sem blínir á alveldi ESB.

Hennar fyrsta pólitíska yfirlýsing var stórkostkeg. Spurð af fréttakonu vestur í BNA rétt fyrir brottför, hversvegna ekki hefði verið brugðist við skýrslu sérfræðinga sem sagði brotlendingu hagkerfisins tímaspursmál svaraði hún með kuldahlátri:

"Ja, þetta sáu nú engir fyrir; þetta eru nú bara þessara eftiráskýringar sem við þekkjum." 

Það kann að vera að ykkur Samfylkingarfólki hugnist svona pólitíkusar en ég frábið mér þvílíkan botnlausan hroka og afneitun staðreynda.

Árni Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég er ekki Samfylkingarmanneskja Árni. Ég hef stutt Sjálfstæðisflokkinn og er reyndar enn flokksbundin þar. Það þýðir þó ekki að ég sé blind á vankanta Sjálfstæðismanna.

Þvert á móti verða vonbrigðin því meiri þegar þeir standa sig illa eins og þeir hafa gert!

Geir H. Harrde hefði frekar átt að vera Seðlabankastjóri því hann kann svo sannarlega að þegja.

Ég hugsa að það réttasta í stöðunni núna væri minnihlutastjórn Samfylkingar.

Fá Jón Baldvin sem Utanríkisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu sem Forsætisráðherra og þétta raðirnar að baki þeim.

Einka-vina-væðingin starndaði á blindskeri og eftirlitið brást. Því þarf að skipta um eftirlitið Seðlabankastjórana og Fjármálaeftirlitið. Menn eiga ekki að þvælast fyrir á strandstað eins og Jón Baldvin orðaði það um seðlabankastjóra.

Við eigum mjög færa menn víða um heim sem geta komið inn í stjórn Seðlabankans.

Vilborg Traustadóttir, 19.10.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Vilborg, ef það væri snefill af skynsemi og ábyrgð í þér þá ættir þú ekki að vera að gagnrýna Geir Haarde.  Hann er ekki í fyrirsagnapólítik eins og Enginbjörg Slor-rún og Össur.  Það er óábyrgt að reka svona viðkvæm mál í fjölmiðlum eins og þú vilt greinilega gera.  Þá verður bara illt verra eða svo miklar neikvæðar spekúlasjónir ef eitthvað gott heyrist. Þannig vinna bara okkar ömurlegu fjölmiðlar í dag og ekki bætir þetta fársjúka moggablogg úr skák, með misvitrum einstaklingum sem hafa ekkert annað að gera en að skoða hve margir hafa heimsótt bloggsíðu sína pr. dag og tala sig í þunglyndi.

Guðmundur Björn, 19.10.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband