sun. 12.10.2008
SMJÖRKLÍPUAÐFERÐIN
Það má segja að smjörklípuaðferð Davíðs Oddsonar hafi nýst Bretum við að knésetja Kaupþing. Þeir gátu með harkalegum aðgerðum sínum og yfirlýsingum dreift huga Breta frá eigin vandræðum. Bretar höfðu í vaxandi mæli gagnrýnt Gordon Brown og stjórn hans fyrir efnahagsástandið í Bretlandi.
Hverjum ætli Gordon Brown kenni nú um?
Hitt er það að ummæli Davíðs Oddssonar í Kastljósi þess eðlis að við myndum ekki borga skuldir óreiðumanna hafa vafalaust verið kveikjan að harkalegum aðgerðum Breta. Davíð hefur aldrei verið búsettur erlendis og virðist því skorta skynjun á málefnum í stærra samhengi og nauðsynlegan skilning á því hvernig önnur ríki lifa og starfa. Davíð hefur á undanförnum árum "skemmt" íslensku þjóðinni með reglulegum uppákomum og yfirlýsingum. Þessi glannalega og að því er virðist hefndarþyrsta yfirlýsingagleði sæmir ekki seðlabankastjóra á eldfimum tímum í efnahagsmálum.
Þetta er ekki lengur fyndið!
Breskir bankar yfirteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.