Fattaði á leiðinni heim að Davíð Oddsson býr ekki hér....

Ég heyrði fréttir á leiðinni að norðan í dag.  Kjartan Gunnarsson var fokreiður út í Davíð Oddsson á landsfundi Sjálfstæðismanna.  Sagðist ekki una því að vera kallaður "óreiðumaður"!

Ég er líka fokreið út í Davíð Oddsson.  Ég er fokreið út í Gordom Brown og ég er fokreið út í alla þessa nýríku menn sem hafa bruðlað með peningana okkar og offjárfest án fyrirhyggju þannig að við töpum miklu.  Sumir nánast öllu sínu ævistarfi.

Við ræddum þetta fram og aftur hjónin og ákváðum að njóta hvers augnabliks sem við fáum.  Góðu og slæmu.  Við komumst líka að þeirri niðurstöðu að Davíð Oddsson og aðrir þeir sem við erum undrandi á og reið við ættu sitt eigið heimili.   Við þurfum ekki að hafa hann eða aðra inni á gafli hjá okkur daginn út og daginn inn.  

Allra síst Gordon Brown!  Það er alveg nóg pláss fyrir hann í Downingstræti 10.

Það hjálpar mér jafnvel dálítið að biðja fyrir þeim.

--- 

Við vorum á Siglufirði og þar voru menn rólegir yfir málum.  Sögðust ekki hafa tekið þátt í "fylleríinu" en sætu sjálfsagt uppi með einhverja "timburmenn".  Vonandi yrði þetta fárviðri til að jafna kjör landsmanna.   Landsbyggðin kæmist kannski í takt við höfuðstaðinn úr því sem komið væri.

Ég er sammála þessu.  Það var ótrúlega gott að hitta gamla kunningja og sjá æðruleysið og lífskraftinn fyrir norðan. Hvað framtíðin ber í skauti sér verður að koma í ljós og augnablikið er það eina sem við eigum.  

Njótum þess.  InLove 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Velkomin heim og gott að allt gekk vel.

Nú bíð ég bara eftir umskiptum í Seðlabankanum og skil ekki afhverju þau umskipti hafa ekki nú þegar átt sér stað.

En er sammála svo mörgu sem um hefur verið rætt. Ný byrjun, hreinsun á sora þeim sem hefur viðgengist hjá örfáum gráðugum einstaklingum. En við munum lifa og allt verður breytt. Nýtt líf á okkar eigin gildum sem þjóðar ! Mætti ég svo biðja um fleiri ættjarðarsöngva í útvarpi allra landsmanna - takk.

Hulda Margrét Traustadóttir, 12.10.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband