fim. 2.10.2008
Heim úr haustferð
Við fórum á Strandirnar á mánudaginn og komum heim í dag. Það var alveg frábært að vera þar þessa daga ásamt syni og fjölskyldu hans. Strákarnir fjallhressir og vildu alveg vera þarna fram yfir jól.
Við gerðum margt saman, náðum að fara í berjamó og borðuðum þar með sennilega "síðustu berin í dalnum" , gerðum "bryggju" í fjörunni og svo snjókarl daginn eftir þegar það kom smávegis snjór.
Hittum vini og vandamenn.
Sem sagt nutum lífsins.
Gengum svo frá húsinu fyrir veturinn.
Set inn myndir fljótlega.
Athugasemdir
Gaman, mikið vildi ég hafa verið á ströndum þessa daga....
Hulda Margrét Traustadóttir, 5.10.2008 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.