Staðarskáli færður úr stað

Ég las um það í blöðunum í morgun að búið væri að flytja Staðarskála í Hrútafirði úr "Stað"  Hvernig getur það "stað"- ist?  Hann verður nú "stað"- settur vestan megin í firðinum.  

Þetta þýðir að þegar maður leggur af "stað" úr borginni þá verðum maður að gera ráð fyrir að nema "staðar" á öðrum "stað" en áður.  

Þ.e.a.s. ef maður var á annað borð vanur að "stað"- nemast í Staðarskála.

Þeir sem voru vanir að stoppa í Brúarskála grípa því miður í tómt því búið er að rífa hann til grunna. 

Hvað fær maður í "stað"- in?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Mikið á ég eftir að sakna skálanna, vann í Brúarskála í 2 sumur...(verslaði þar í mörg mörg sumur).....og svo eru það þorrablótin í Staðarskála....æi.....núna rifjast upp minningar...

Svanhildur Karlsdóttir, 25.9.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er nú ekkert, þeir eru búnir að flytja Selfoss úr stað. Hvað gerir kona í svona málum???

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 18:41

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Segðu!

Vilborg Traustadóttir, 26.9.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband