Sagan endalausa - Never ending story

Ég keypti þvottavél um daginn.  Í Húsasmiðjunni.  Þvottavélin sem ég vildi var ekki til í Reykjavík en hún var til á Akureyri.

Ég bað þau að senda hana beint á Djúpuvík þar sem við ætlum að nota hana.  Fór ég létt í bragði til Djúpuvíkur með barnabörnin, áhyggjulaus vegna þess að ég var búin að kaupa þvottavél sem yrði pottþétt komin á undan mér vestur.  Ég bað um að vélin yrði flutt með Flytjanda þar sem það fyrirtæki flytur varning alla leið á Djúpavík.

Þegar ég kom vestur var engin þvottavél.  Ég fór að kanna málið og enginn kannaðist við neitt.  Flytjandi ekki, Húsasmiðjan hafði ekki einu sinni farmnúmer tiltækt.  Þau hjá Flytjanda bentu mér á að hringja í Landflutninga því algengt væri að ruglingur yrði á fyrirtækjunum.  Mér fannst það skrýtið þar sem ég bað sérstaklega um flutning með Flytjanda.

Loks var mér tjáð að þvottavélin hefði verið send með Landflutningum, fékk númer sendingarinnar hjá þeim á Akureyri og þær fréttir að þvottavélin væri komin til Hólmavíkur sem er endastöð þeirra á Ströndum.

Við upp í bílinn og renndum til Hólmavíkur sem er rúmlega klukkustundar akstur frá Djúpavík. 

Engin þvottavél þar.  Á mánudag náði ég aftur í Húsasmiðjuna sem gerði mest lítið.  Klukkan rúmlega fjögur hringdi ég aftur en þá hafði sunnandeildin sem seldi mér vélina ekki enn fengið farmnúmerið.  Ég gaf henni því upp númerið sem ég hafði fengið.  Hún hringdi svo skömmu síðar og sagði búið að loka hjá Landflutningum en þeir loka hálf fimm.

Morguninn eftir hringdi ég aftur og þá var búið að endursenda vélina frá Hólmavík. Bauðst deildarstjórinn nú til að endurgreiða vélina eða greiða flutning með Flytjanda alla leið til mín á Djúpavík.  Þar sem ég ætlaði að nota vélina þáði ég flutninginn.

Klukkan um fjögur hringdi ég aftur og þá sagði sama deildarstjórinn mér að vélin væri komin á Flytjanda. Ég bað hana að hringja þangað og ýta á eftir að hún kæmi með bílnum daginn eftir.  Því lofaði hún.

Daginn eftir var auðvitað engin þvottavél í bílnum og var mér næst skapi að láta þau senda hana vestur og endursenda hana aftur.  Þvílíkt og annað eins hefur gengið á.

Ég hringdi óhress í deildarstjórann sem sagði nú að hún hefði verið að horfa á vélina hjá sér klukkan fimm mínútum fyrir fimm eða meira en hálftíma eftir að hún sagði mér að vélin væri komin á Flytjanda! 

Spennandi verður þó  að vita hvort hún verður í næsta bíl Flytjanda sem fer á morgun á Strandirnar. 

Þá getur Anna frænka sem leyfði mér óheftan aðgang að þvottavélinni sinni andað léttar!

Það er líka ágætt að rifja upp og kynnast því aftur hvernig það er að vera búsettur úti á landi og þurfa að treysta á fólk í verslunum sem virðist vera nákvæmlega sama um viðskiptavininn eftir að hann er búinn að greiða fyrir vöruna. 

--

I bought a washing mashine two or three weeks ago.  I asked Húsasmiðjan, where I bought it, to send it to Djúpavík.  After the washing mashine has been crossing the country, back and foreward, for two weeks I hope it will finally come to Djúpavík tomorrow.

Now I know how it is to live out in the country and have to trust people that seems not to care about your wellfare...after you pay!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, æ...mér þykir þú þolinmóð kona.  Mín væri búina að missa sig yfir þessu...

En nuddaðu nú og dekraðu við þessa blessuðu þvottavél þegar hún kemur loks til þín....spáðu í hvað hún er búin að þola.

Kveðja

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 08:29

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já það mun ég gera, svo sannarlega, ég er búin að missa mig reglulega en fannst þetta orðið fyndið í lokin að ég ákvað að njóta þess til hinstu mínútu!

Fúlt samt!

Vilborg Traustadóttir, 9.7.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég var að fá þær fréttir að þvottavélin víðförla er komin til Djúpavíkur en ég fékk ekki staðfest hvar í "bænum" hún er niðurkomin.

Þetta er áfangasigur!

Vilborg Traustadóttir, 9.7.2008 kl. 18:40

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þetta er nú alveg með endemum, vonandi finnst hún einhversstaðar í Djúpuvíkinni !

Hulda Margrét Traustadóttir, 10.7.2008 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband