Slys í Bláfjöllum

Systurdóttir mín og vinkona hennar lentu í alvarlegu slysi í Bláfjöllum í gær.  Þær voru sendar með sjúkrabíl á slysadeild.  Systurdóttir mín meiddist á baki en var útskrifuð í gær.  Vinkona hennar hlaut alvarlegri áverka og var lögð inn á Barnaspítala Hringsins eftir að búið var að sauma sár á höfði og huga að meiðslum hennar.  Hún var einnig með brákaða höfuðkúpu auk bakmeiðsla sem var verið að rannsaka.

Slysið vildi þannig til að þær voru að renna sér saman á sleða og sleðinn snerist og þeyttist með þær á skúr. Þær hafa hugsanlega bjargað lífi sínu með því að reyna að stöðva sleðann með fótunum en báðar voru vel búnar og í góðum gönguskóm með stömum og grófum botnum.  Þær hafa því klárlega náð að draga úr ferðinni. 

Systir mín (móðir stúlkunnar) fór svo í aðgerð á höfði í dag vegna heiladingulsæxlis.  Aðgerðin gekk vel og allt samkvæmt áætlun.  Læknar telja að um góðkynja æxli sé að ræða.  

Þannig að það er í mörg horn að líta hjá okkar fjölskyldu  og fjölskyldu stúlkunnar sem meiddist þessa dagana. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já, Lúcý var heppin og þær líklega báðar eftir þennan árekstur. Vonandi nær vinkonan sér fljótt og vel - en svo er þetta auðvitað sjokk sem vinna þarf úr.

Það á ekki af þeim að ganga mæðgum - vonandi er nú allt vesenið búið og nú verði leiðin bara uppá við  Trúi ekki öðru  Góðan bata Solla mín og Lúcý

Hulda Margrét Traustadóttir, 28.2.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þa er aldeilis margt í gangi í kringum þig. Ég sendi bestu batakveðjur til allra.

 Leap Year 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 18:33

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk fyrir það, heyrði í systur minni áðan og var hún ótrúlega hress. Vinkona Lucyar er á batavegi og var ekki brotin á hrygg en illa marin eins og Lucy. Vonandi gengur allt upp á við hjá þeim öllum.

Vilborg Traustadóttir, 28.2.2008 kl. 19:22

4 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 28.2.2008 kl. 20:13

5 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Guð blessi þína fjölskyldu og systurdóttir.

ég skal biðja fyrir og hugsa vel til þín og fjölskyldu

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 28.2.2008 kl. 22:48

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Elsku Ippa mín góðar kveðjur til ykkar allra héðan úr Mosfellsbænum. Það sem ég segi, alltaf einhver verkefni í kring um þig mín kæra. Vonandi hressast þær allar fljótt.

Herdís Sigurjónsdóttir, 29.2.2008 kl. 15:05

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þakka ykkur fyrir það er svo gott að fá góðan hug. Heimsótti Sollu áðan og er hún fjallhress! Farin að skipuleggja konuferð til Köben!!! Ég er með í það ;-).

Vilborg Traustadóttir, 29.2.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband