Langt helgarfrí

Tók mér langt helgarfrí þessa helgi frá Hveragerði.   Spáin var svo brjáluð fyrir morgundaginn að ég skellti mér heim í dag.  Það er ágætt að vera komin á skrið í sjúkraþjálfun, sundleikfimi og æfingum. Ætla svo að taka næstu viku sem er síðasta vikan með trompi enda finn ég að munurinn er að koma fram á mér núna.  Þetta byrjaði mjög hægt en er í áttina.  Læt mig svo bara hlakka til jólanna enda nota ég dauðar stundir í Hveragerði til að pakka inn jólagjöfunum.  Margþætt endurhæfing það!  Set kannski meira inn um helgina. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Jæja - komin tími á að heyra frá þér ! Ekkert "coment" á síðasta blogg. mitt....

Annars allt gott héðan að norðan og verið að reyna að koma sér í jólagírinn. Þarf að taka til hendi í fataskápum og fleira !! En fyrir bankastarsmenn eru mán.mót ekki kjör tíminn !  Heyrumst Magga "systir"

Hulda Margrét Traustadóttir, 29.11.2007 kl. 20:13

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er eitthvað svo slow netið hjá mér þessa dagana að ég á erfitt með að kommenta hjá öðrum.  Tók mig margar tilraunir að biðja nonnablogg velvirðingar á "hnakkasvipnum!....

Vilborg Traustadóttir, 29.11.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband