sun. 1.7.2007
Sigling í dag
Sagði veikindunum stríð á hendur og fór í smá siglingu á Ippunni milli hafna hér í Reykjavík. Það er svo yndislegt veðrið og þar sem tveir af fjórum mögulegum sem gistu hjá ömmu og afa í nótt sigldu með afa sínum inn í Reykjavíkurhöfn í morgun stóðst ég ekki mátið að hitta þá þar og sigla með til baka inn í Snarfarahöfn. Yndislegt að þenja seglin og drepa á vélinni. Líða áfram fyrir vindinum. Kristjáni Andra leist ekki á blikuna og vildi fara hraðar. Vildi að mamma sín kæmi að ná í sig. Honum fannst spennandi þegar afi hans sagði að þá yrði hún að koma á þyrlu! Ég tók myndavélina með en var svo löt að ég tók enga mynd. Skoðuðum svo litla húsið sem á að fara á Djúpuvík þegar við komum í land. Feðgarnir eru búnir að bera á það viðarvörn og allt voða fínt. Skiluðum bræðrunum svo heim þegar Einar Breki var búin að gera stórt
. Alla vega létum við sem svo væri við foreldrana sem tóku því vel. Ég er bara fjallhress eftir daginn og er að láta krauma kótilettur í grilli og grillpylsurnar bíða síns tíma. Þ.e. þar til ég heyri í trukknum hans Geirs koma í hverfið.
Sumsé góðar fréttir í dag.



Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:19 | Facebook
Athugasemdir
Gott að þú ert að komast yfir veikindin.
Marta B Helgadóttir, 1.7.2007 kl. 19:34
Gott að sjá að þú ert að hressast
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.7.2007 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.