fim. 14.6.2007
Í dag
Við kláruðum að setja niður í garðana í dag. Mamma, Guðrún og Solla basa í beði, pabbi á " hliðarlínunni" , við Einar Breki hvílum lúin bein og Einar Breki sjarmör með steina.
Það voru allir elsku sáttir í dag enda sá Guðrún um verkstjórnina að einróma beiðni okkar hinna. Snæddum svartfuglsegg hjá mömmu og pabba í hádeginu. Skelltum okkur svo í leirgerð við Solla og Drífa dóttir Sollu. Einar Breki með og hann stóð sig vel. Ótrúlega yfirvegaður með allar þessar kellur í leirnum krunkandi saman. Máluðum tvær skálar sem verður spennandi að sjá eftir brennslu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:37 | Facebook
Athugasemdir
Sumir dagar eru hrein snilld ;)
Ester Sveinbjarnardóttir, 14.6.2007 kl. 23:17
Gott dagsverk Vilborg og gaman að sjá myndirnar. Ég öfunda ég þig mest af svartfuglseggjunum og fattaði það núna að ég hef ekki borðað eitt einasta þetta vorið , enda ekkert Nóatún í Mosfellsbæ lengur, en þar keypti ég alltaf eggin mín.
Herdís Sigurjónsdóttir, 15.6.2007 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.