Héðinsfjarðargöng

Kristján L. Möller fékk samgönguráðuneytið m.a. út á það hve ötullega hann barðist fyrir Héðinsfjarðargöngunum. Það hlýtur að ganga kraftaverki næst að það mál skyldi ná fram að ganga svo skjótt og nú segja gárungarnir að þau verði tvöfölduð!  Ég tel það nú varla skynsamlegt þar sem siglfirðingar mæta varla neinum þegar þeir flýja bæinnWink.  Ég var hins vegar á Vestfjörðum um helgina og þar var stórskemmtileg uppákoma.  Við fórum til Flateyrar með rútu og á bakaleiðinni stöðvaðist rútan í göngunum og viti menn.  Í stóru útskoti (helli) biðu okkar kræsingar sem konur í þjóðbúningum reiddu fram, harmonikkuleikur og kertaljós.  Stemmningin var dulmögnuð og þetta var ólýsanlegt.  Lögreglan stóð vaktina svo enginn færi sér að voða. 
Það væri ekki óhugsandi að gera stóran helli í Héðinsfjarðargöngin sem hugsuð væru fyrir stuttar móttökur.  Þar mætti sýna hið ægifagra grjót sem sprengjumenn hafa fundið í tonnavís þar inni.  Begið þarna er með fallega kristalla og einnig finnst jaspís o.fl. í fjöllunum.  Hugsanlega mætti gera út á tröll og forynjur svo fleiri hugmyndum sé varpað fram.  Hellabyggð mætti einnig reisa í tengslum við göngin fyrir ævintýragjarna sem jafnvel vildu "leggjast út", iðka bjargsig, stunda sauðaþjófnað eða annað þjóðlegt. 
Já fyrst Kristján fékk þessi göng í gegn þá er hann pottþétt réttur maður í réttum stól.
Til hamingju Kristján og gangi þér vel.

mbl.is Kristján: Fékk draumastarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband