Björn Bjarnason

Björn Bjarnason mun gegna embætti dóms og kirkjumálaráðherra áfram.  Björn er mjög vandaður maður og á að mínu viti ekki skilið þá umfjöllun sem viðhöfð hefur verið um hann og hans persónu að undanförnu.  Auðvitað er enginn hafin yfir gagnrýni en fyrr má nú vera.  Björn er með fyrstu stjórnmálamönnum sem opnaði heimasíðu og gerði þannig almenningi auðveldara um vik að fylgjast með frá fyrstu hendi hvað hann var að fást við á hverjum tíma.  Björn hefur þannig verið kyndilberi upplýsingaflæðis og aukið þar með þekkingu og völd almennings.   Ég styð þessa ákvörðun Geirs H. Haarde heils hugar.  Eins og aðra ráðherra í Ríkisstjórninni.
P.S. Auðvitað met ég Samfylkingarfólkið öðruvísi en er staðráðin í að leyfa því að sanna sig.Cool  Hef enga þörf fyrir að dæma þau fyrirfram.  Þetta er örugglega vandað fólk með hagsmuni þjóðarinnar í fyrirúmi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég er sammála þér með það að Björn Bjarnason er vandaður maður og vinnur vel fyrir okkur, fagna því að hann skuli vera áfram ráðherra.

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.5.2007 kl. 03:15

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég vil ekki tala um kynjamisrétti þar sem val milli hæfra einstaklinga er til staðar.  Mín spá er að karlráðherra hætti á kjörtímabilinu (kannski Björn) og kona komi inn í Ríkisstjórnina þá.  Það er hins vegar staðreynd að flestar konur á þingi í dag koma úr röðum okkar sjálfstæðismanna.  Það er stórt skref fram á við.  Keli ætlaðir þú ekki að flytja úr landi????Og taka Emil með þér????

Vilborg Traustadóttir, 23.5.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband