Vatnasafn í Stykkishólmi

Ánægjulegt að lesa um nýja strauma í Stykkishólmi.  Þetta er ákaflega fallegur bær og gaman að sækja hann heim.  Fór þangað fyrir fimm árum og gisti á Farfuglaheimilinu.  Karlmennirnir mínir fóru sjóleiðina á tveim bátum,  hraðbát og seglskútu. Það var haugabræla.  Því var hringt nokkrum sinnum í mig um nóttina.  Bæði að spyrja frétta og þeir sæfarar að láta vita þegar þeir voru í símasambandi á annað borð sem var ansi slitrótt. Morguninn eftir bankaði þjáður Þjóðverji upp á hjá mér og þakkaði mér fyrir hausverkinn sem hann hafði vegna svefnleysis og tjáði mér að síminn minn hefði hringt fjórum sinnum.  "Have a nice stay in Iceland" sagði ég nú bara og brosti blítt. 
Hlakka til að líta við á Vatnasafninu í Stykkishólmi þegar ég á leið þar um næst.Smile

mbl.is Vatnasafnið opnað í Stykkishólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Stykkishólmur er svolítið sérstakur bær, ber með sér einhverskonar gamlatíma yfirbragð, en samt er bærinn alveg í sambærilegri þróun og önnur bæjarfélög á landsbyggðinni, svo setur systramálin ákveðin blæ á bæinn, sjúkrahúsið með sína sögu og svo rækjuvinnslan sem því miður er farin að mestu burt. Þetta er áfangastaðurinn milli Flateyjar og vestfjarða, það er að segja ferjan. Einnig að mig minnir með elstu bæjarfélum á íslandi. Kerlingaskaðið hefur mikla sögu sem tengist mikið Stykkishólmi og svo má lengi telja.

Sigfús Sigurþórsson., 4.5.2007 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband