LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

 

Eigum við að leggja í að kjósa "Stopp" flokkana og glata þar með dýrmætu forskoti okkar? 

Eigum við að láta pólitískt minnisleysti ná völdum á ný? 

Eigum við að elta ólar við loforðagjálfur "Stopp" flokkanna sem hefur enga stoð í raunveruleikanum?

Ég segi nei!

Landsfundur Sjálftæðisflokksins hófst í dag og þar sagði Geir Haarde m.a. þetta.

"Íslendingar tapa forskoti ef framþróun verður stöðvuð
Hann fjallaði einnig í ræðu sinni um orkumál og sagði að Íslendingar byggju við einstakar aðstæður sem gerði þeim kleift að beisla endurnýjanlegar orkulindir í ríkari mæli en aðrar þjóðir. En grundvöllur þeirrar nýtingar væri þekking og hugvit. Í því væri forskot Íslendinga falið og þar liggi möguleikarnir til að hafa jákvæð áhrif á umhverfismál víðar en hér á landi.

„Við búum yfir sérþekkingu á þessu sviði sem aðrar þjóðir sækjast eftir og er nú þegar orðin útflutningsvara. Orkufyrirtækin eru leiðandi þekkingarfyrirtæki í alþjóðlegum samanburði og sérþekking þeirra mun nýtast í baráttunni við loftslagsmengun. Fái þeir að ráða sem vilja stöðva eða fresta framþróun á vegum íslenskra orkufyrirtækja sem eru leiðandi á sviði endurnýjanlegra orkugjafa ráðið, munum við Íslendingar einfaldlega tapa því forskoti sem við höfum á þessu sviði," sagði Geir."


mbl.is Geir: Eðlilegt að ríkið tryggi öllum lágmarkslífeyri úr lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Steinn Guðmunds

Jæja amma verst að þú ert dáin 

Og ég enn að borga þessu háu vexti, og við þurfum enn að búa við þessa verðbólgu sem er ekki á neinni niðurleið. Skattarnir sem lækkuðu komu fram í bensíni, búsi og mat. En elsku amma núna ættiru að fá 25 þús kall til að lifa af og já þeir lækkuðu matverðið. korteri fyrir kosningar. En núna var krónan að styrkjast og í staðinn fyrir möguleika á því að lækka enn fremur matarverðið þá hækkuðu birgjarnir innkaupaverðið á vörum svo þau verða að hækka aftur. En elsku amma enginn áttar sig á því að birgin eru í eigu Baugsmanna sem eiga svo aftur búðirnar, jú þetta skilaði engu. En nú ætlar afi að kjósa Sjálfstæðismennina aftur til að heyðra minningu þína. Hann man tímana tvenna og vill ekki láta þessa vinstrimenn ráða hér ríkjum, nei takk. Hann hefði viljað vera hjá þér síðustu árin en þeir vildu hafa þetta svona, aðskilin í ellinni, svo þá er það best, þú veist hvernig það er. Hátæknisjúkrahúsið mun bjarga honum það er ég viss um. Það þarf ekki fleiri hjúkrunarkonur eða fleiri sjúkrarúm, nei það þarf að byggja flott hús með nógu flottu nafni, hátæknisjúkrahús, og fiskarbúr sem kostar 3 milljónir í andyrið það bjargar honum kæra amma. Konurnar á ganginum sem þú bjóst á eru líka flestar með alzheimer, þeim finnst þessi kall með bláabindið og skítaglottið, klappandi á lærið á Jóni Sig, flottur og með góðar hugmyndir, já þær eru með alzheimir, þetta verður staðið við og þær eiga enn barmmerkið sem faðir þeirra gaf þeim í fermingargjöf, yfir og út.

Þórður Steinn Guðmunds, 12.4.2007 kl. 21:11

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Afi gamli veit greinilega sínu viti.  Lætur ekkert loforðagjálfur röra við sér sá gamli enda ekki ástæða til.  Kúl kallinn!

Vilborg Traustadóttir, 12.4.2007 kl. 21:27

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Úr ræðu Geirs. "Hann sagði að sjálfstæðismenn myndu ekki taka þátt í loforðakapphlaupi vinstri flokkanna og bætti við, að í sjónvarpsumræðum sl. mánudag hefði andstæðingum flokksins tekist, að setja fram fyrirheit um aukin ríkisútgjöld upp á 100 milljarða króna á aðeins tveimur mínútum. „Ég hygg að þetta séu dýrustu mínútur í sögu sjónvarps á Íslandi og þótt víðar væri leitað," sagði Geir." Varla er þetta lækning á þenslu? Eða?  Loforðagjálfur út í loftið án ábyrgðar eða innistæðu?

Vilborg Traustadóttir, 12.4.2007 kl. 21:54

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég veit ekki með þig en ég er ekki búin að gleyma.  Borgin var í rjúkandi rúst eftir Reykjavíkurlistann!  Auk þess sem öll þjónusta við öryrkja varð flóknari og snarminnkaði í hans valdatíð.  Svo mikið að fólk hreinllega gafst upp á að reyna að notfæra sér hana.  Ekk svoleiðis ríkisstjórn takk! 

Vilborg Traustadóttir, 12.4.2007 kl. 23:16

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það dettur engum í hug að allt sé svart og hvítt.  Stefnufesta er nauðsynleg í stöðunni og því tel ég mikilvægt að halda áfram á þeirri braut og hefur skilað góðum árangri, auknum kaupmætti o.s.frv.  Að setja punkt og basta nú væri glapræði.  Mjúk lending fengist varla með því?

Vilborg Traustadóttir, 13.4.2007 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband