Færsluflokkur: Heilbrigðismál
fim. 5.2.2009
St Jósefs
Vonandi snýr Ögmundur ákvörðuninni um að loka St Jósefsspítala við.
Það fer alveg einstakt starf fram á þessu sjúkrahúsi og það væri mikil afturför að loka á alla þá þekkingu og þjónustu sem fer fram á sjúkrahúsinu.
Hugmyndir um að flytja starfsemina til Reykjanesbæjar voru óraunhæfar og hefðu ekki skilað sér til þeirra sem nota þjónustuna í dag.
Nýtt sjúkrahús í Reykjanesbæ tengt Bláa Lóninu getur alveg risuð óháð því að leggja niður þjónustu í öðrum bæjarfélögum.
Ágústa Johnson eiginkona Guðlaugs Þórs f.v. heilbrigðisráðherra er í stjórn Bláa Lónsins og heyrst hafa hugmyndir um að tengja Bláa Lónið meira við heilbrigðisþjónustuna í Reykjanesbæ.
Ég vona að það gangi eftir því það er vafalaust þarft verkefni.
Vill eyða óvissunni um framtíð St. Jósefsspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 2.2.2009
Gott hjá Ögmundi
Við sem höfum MS sjúkdóminn erum stundum eins og "jójó" inna og út af spítölum. Því er líklegt að þetta innritunargjald hefði komið illa við pyngjuna hjá okkur. Eins og reyndar öllum öðrum sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús.
Á sama tíma ætti Ögmundur að endurskoða samning sem gerður var af f.v. heilbrigðisráðherra við danskt fyrirtæki um innflutning á súrefni fyrir sjúkrahúsin. Það er framleitt súrefni hér á landi en Guðlaugur Þór kaus að sniðganga það og eyða dýrmætum gjaldeyri í það danska sem m.v. gengi krónunnar er orði mun dýrara þar ofan í kaupið.
Innlagnargjöld afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |