Færsluflokkur: Bækur

Í sól og skugga

Ég er að lesa bókin hennar Bryndísar Schram, "Í sól og skugga".

Mamma og pabbi gáfu mér hana í jólagjöf.

Ég hef gaman af lestrinum og Bryndísi tekst á skemmtilegan og vel skiljanlegan hátt að koma til skila pælingum sínum og lífreynslu.

Bryndís er svo gefandi manneskja og skilur eftir ótal spurningar sem vekja upp það góða í manni.

Ég er ekki búin með bókina en er komin þar sem þau fluttust frá Washington til Helsinki og muninn sem Bryndís upplifir á þeim tveimur menningarheimum.

Ég hlakka til að lesa bókina áfram og ég gríp í hana kvölds og morgna.

 


SKÓLALJÓÐIN

Ég er að glugga í gömlu skólaljóðin sem manni var gert að læra utan að.  Mikið ofboðslega hefur þetta verið erfitt!

 

"Hví skyldi ég ekki reyna að byrla Braga full"  (Guðmundur Friðjónsson, Ekkjan við án)  Hvernig átti að útskýra ljóð sem byrjar svona?

Eða "Fullvel man ég fimmtíu ára sól" (Matthías Jochumsson, Jólin1891)  og "Hér er fækkað hófaljóni, heiminn kvaddi Vakri Skjóni" (Jón Þorláksson,  Vakri Skjóni).

 

Önnur voru auðskiljanlegri og einhvern veginn fannst mér gaman að læra flest ljóðin.  T.d. Grettisljóð eftir Matthías Jochumsson, ljóð eftir Þorstein Erlingsson og kvæði Davíðs Stefánssonar ásamt fleirum og fleirum.

Öll skildu þau eftir aukinn skilning í barnshuganum og í dag er ég þakklát fyrir að hafa fengið að læra þessi ljóð sem á stundum voru mikið torf og mikill þyrnir í augum okkar sem vildum gera allt annað við tímann okkar en lúra yfir ljóðabálkum löngu dáinna skálda. 

Verst þótti mér að læra utan að hvar og hvenær skáldin voru fædd og hvenær þau dóu.  Ég gat ekki skilið að það skipti einhverju máli. 

Það er samt gaman að fletta bókinni og lesa hana og þetta eru miklu þyngri ljóð en mér finnst í minningunni. 


Huldufólk

Ég lauk lestri bókarinnar Huldufólk eftir Unni Jökulsdóttur í gærkvöldi. Ánægjuleg og fróðleg lesning. Bókin er mjög vel skrifuð og er prýdd áhrifaríkum myndum. Mannlýsingarnar svo hlýjar og sannar. Ég kannast við suma af viðmælendum hennar og get kvittað undir það hvernig hún lýsir þeim. Hún finnur orðin sem ég hefði ekki fundið en smellpassa. Bókin er skrifuð af virðingu fyrir viðmælandanum og fléttuð inn í ferðasögu fjölskyldunnar eða Unnar einnar eftir atvikum. Hún flytur ekki neinn áróðóður fyrir því að þú verðir að trúa (eða ekki) á huldufólk. Bókin lætur þér alfarið eftir að meta það og leyfir þér jafnvelað efast....á stundum.

Mér finnst svo notalegt að kúra uppí með góða bók.

Ég er því búin að "fara í rúmið" með Hrafn Jökulsson og Unni Jökulsdóttur. Ég held ég leggi ekki í Elísabetu. Ekki alveg starx í það minnsta. Svo gaf Illugi út bók líka.........


ÞAR SEM VEGURINN ENDAR

Ég tók áskorun mannsins míns og las bók Hrafns Jökulssonsr "Þar sem vegurinn endar". Ég gaf honum hana í jólagjöf.
Bókin er listaverk og fjallar af beinskeittri næmni um samspil liðins tíma og nýs. Um líf Hrafns sjálfs og samferðamanna hans. Um aðlögunarhæfni mannsins, heimspekinga norðursins og lífið....og dauðann og eymdina og ástina. Í bókinni kristallast á einstaklega skemmtilegan hátt augnablik sem tengir jafn ólíka einstaklinga og stríðsherra Serba og niðursetning á Ströndum og um leið kemur í ljós að fasti punkturinn í lífi Hrafns var einmitt þetta heimili og heimilisfólk, já og dýrin, í henni Stóru Ávík í Árneshreppi norður á Ströndum. Stundum hágrét ég við lestur bókarinnar og skellihló á öðrum stöðum. Sums staðar gerði ég bæði. Eins var um manninn minn sem getur ekki byrjað á annarri bók alveg strax. Hann verður að melta þessa segir hann. Það er ekki einu orði ofaukið í þessari bók en samt segir hún allt.


Listaverkabækur

Vinkona mín gaf mér tvær listaverkabækur nýverið. Það eru Monet og Louisa Matthíasdóttir.  Ég er dottin í það að pæla í og fremja myndlist.  Ég segi fremja vegna þess að ég kann ekki baun en er samt bara nokkuð góð með mig.  Æfingin skapar meistarann segir máltækið og ég ætla að hlýta ráðleggingum og æfa mig í vetur.  Það sem stóð upp út myndlistarnámskeiði sem ég fór á um síðustu helgi var hvað ég kann lítið....fyrir utan það hvað ég er nú kjarkmikil og litaglöð.  Nú og hvernig ég göslast áfram.  Ég hef neistann jú jú og ráðleggingar myndlistakennarans voru að halda vel í og varðveita"göslarann" í mér.  Því meira sem ég lærði því minni yrði hann en ég mætti ekki missa hann.  Sem sagt læra tækni, litablöndun en umfram allt halda í óbeislað hugmyndaflug og þor til að leggja upp með eitthvað en skipta um skoðun á miðri leið.  T.d. lagði ég upp með landslag úr lofti í einni mynd en það breyttist í hana og hænu á öðrum degi.  Mikið langaði mig að "höggva" hanann síðasta daginn en fórnaði þess í stað fossinum ægilega af mynd sem ég sýndi hér fyrr.
-
Svona þarf maður víst að þjást yfir myndunum,  það er nauðsynlegt segir kennarinn.  Ég mun því liggja yfir þessum ágætu bókum ásamt öðrum álíka.  Góðu fréttirnar eru þær að ég gefst ekkert upp þó ég kunni lítið sem ekkert, æfingin skapar meistarann.Wizard

Fyrirgefningin

Flest okkar forðast eiturefni sem við vitum að valda skaðlegum áhrifum. En við erum ekki mjög vandlát á þær hugsanir sem fara í gegnum huga okkar - né erum við meðvituð um eituráhrif sem þessar hugsanir hafa á líkama okkar.
(Fyrirgefningin eftir Gerald G. Jampolsky)

Fyrirgefningin

Það er auðveldara að fyrirgefa þegar við veljum að sleppa þeirri sannfæringu að við séum fórnarlömb.
(Fyrirgefningin eftir Gerald G. Jampolsky)

Fyrirgefningin

Það er aldrei of snemmt eða of seint að fyrirgefa.
(Fyrirgefningin eftir Gerald G.Jampolsky)

Fyrirgefningin

Hvers vegna er svona erfitt fyrir okkur að sjá að leit okkar að gullpottinum við enda regnbogans er aðeins til að fela þá staðreynd að við erum bæði regnboginn og gullpotturinn?
(Fyrirgefningin eftir Gerald G. Jampolsky)

Fyrirgefningin

Samskipti okkar við aðra verða friðsælli þegar við hættum að segja öðrum hvernig þeir eiga að haga sér og snúum okkur að kærleik og fyrirgefningu í reynd.
(Fyrirgefningin eftir Gerald G. Jampolsky)

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband