Atkvæði til sölu

Atkvæði pabba er til sölu.  Sá flokkur sem vill greiða honuum eina milljón fyrir fær það.  Pabbi er orðheldinn maður og ábyrgist að kjósa þann flokk sem tekur tilboði hans.  Sjálfstæðismenn tóku dræmt í þetta þegar hann gekk inn á kosningaskrifstofu þeirra og bauð þeim þetta í dag. Lofuðu þó að ræða við hann þegar hann hefði farið til allra hinna og fengið afsvar. Þá gæti hann kannski lækkað sig eitthvað.  Pabbi ætlar að ræða við Framsóknarflokkinn næst.  Hugsanlega gætu þeir "dekkað" þetta í auglýsingakostnaðinum hjá sér?  Ómar og Íslandshreyfingin hafa varla efni á þessu en það sakar ekki að spyrja.  Frjálslyndi flokkurinn sem pabbi hallast helst að gæti verið næsta tilraun en kannski tæki það um of á pabba að reyna að kría þetta út þar.  Fróðir menn hallast þó helst að því að Vinstri Grænir eigi mesta möguleika á að fjármagna þetta uppátæki pabba. Þeir ráðlegðu pabba vafalaust að sækja um hjá pokasjóði og fá fjármagn í verkefnið.  Hreinsum landið (af ríkisstjórninni) gæti verkefnið  kallast.  Aldraðir og öryrkjar?  Nei þau eiga ekki sjens þar sem þau myndu svara pabba  hálftíma eftir að kjörfundi lyki. 
-
P.S.  Samfylkingin gleymdist en ætli hún sé ekki hvort eð er of upptekin við að reka "biðlistapólitíkina" sína til að svara kalli pabba?
-
Pabba sem sigldi öll stríðsárin milli Íslands og Englands finnst svo sannarlega að hann eigi þetta skilið.  Hann hefur unnið myrkranna á milli alla sína ævi.  Yfirgefið heimili sem hann og mamma byggðu upp og flutt búferlum þegar síldin hvarf án þess að fá krónu í bætur.  Nú er komið að karli að fá eitthvað fyrir sinn snúð!  Auðvitað styð ég það.  Milljón er bara ekki nóg.  Pabbi hyggst hækka sig á næstu dögum. Take it or leave it......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já mér lýst vel á þetta hjá kalli, er hann ekki líka orðin það gamall að hann ætti eiginlega að vera tvö atkvæði? milljón kall á hvort? Ekki hefur hann fengið mikið úr lífeyrissjóðum hefi ég trú á.

Sigfús Sigurþórsson., 1.5.2007 kl. 08:34

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þeir fiska sem róa!

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.5.2007 kl. 08:56

3 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Margt hefur hann afi minn nú brallað í kosningamálunum og margir ekki staðið við loforð.  Skil vel að nú sé komið að slíkum aðgerðum.  Spái nú samt að hann verði nú samt reifur og klár í slaginn á kjördag, sakna þess að fá ekki þann heiður að aka þeim gullhjónunum á kjörstað, það er rosalega skemmtilegt.  Oftast hefur það fylgt þeim akstri að renna með þann gamla á kosningavöku þeirra sem hann kýs.  Í síðustu borgarstjórnarkosningum tók hann vel á því í umræðunum hjá VG, innan um fólk sem hann átti fátt sameiginlegt með!  Flottur, alveg milljónarinnar virði!

Magnús Þór Jónsson, 1.5.2007 kl. 10:13

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Nei satt er það.  Ekki hafa lífeyrissjóðirnir veðið að "kaffæra" hann pabba.  Þó fær hann 1012 kr frá lífeyrissjóði bænda á mánuði.  Þar af í skatt 362 útborgað 650 kr.Frá áramótum 1944 kr eftir skatt.

Vilborg Traustadóttir, 1.5.2007 kl. 11:54

5 identicon

Afi er flottastur

Stella (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband