Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
sun. 3.1.2010
Sjálfstæði þjóðar
Íslendingar háðu erfiða sjálfstæðisbaráttu á sínum tíma og höfðu það af að ná sjálfstæði sínu þrátt fyrir miklar mótbárur og ströggl nýlenduþjóðar.
Sjálfstæðið hefur verið okkur dýrmætt og þeir sem muna eftir baráttunni klökkna við tilhugsunina um þær fórnir sem færðar voru í þeirri baráttu.
Nú verður að segjast eins og er að ekki höfum við farið sérlega vel með fjöreggið sem okkur var falið. Við létum sjálfstæði okkar eftirlitslaust í hendurnar á fjárglæframönnum. Í sjálfu sér er ekkert ljótt við það að græða peninga og auðvitað skiljanlegt að hættulegasta rándýr jarðarinnar maðurinn fari eins langt og hann kemst í þeim efnum.
Það sem er athugavert er það að stjórnvöld og þingheimur allur brugðust þjóðinni þegar ekki var sett regluverk um hvernig mætti sýsla með peningana okkar. Regluverk sem hefði komið í veg fyrir að þjóðarbúið okkar væri skuldsett langt umfram þjóðarframleiðslu langt fram í tímann.
Nú þegar þjóðin hefur sagt hingað og ekki lengra, stuðlað að því að skipta um fólk í brúnni er staðan enn verri en nokkru sinni fyrr. Nýju skipstjórarnir eru nefnilega undir kúgunarvaldi nýlenduþjóða Evrópu og vilja vera þar!
Það er kaldhæðnislegt að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigfússon séu svo æst í að komast aftur undir ægivald þjóða nýlendustefnu sem tók þjóðina áratugi að brjótast undan.
Að gangast í ábyrgð á öllum Icesave skuldbindingunum á okurvöxtum þýðir eingöngu það að nýlenduþjóðirnar fá fjöreggið okkar í hendur á ný.
Við eigum ekki að láta það af hendi án þess að þjóðin fái sjálf að greiða um það atkvæði.
Þetta varðar sjálfstæði þjóðarinnar.
Skora á forsetann að staðfesta Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 2.1.2010
Eyjaálfa? Kostur í stöðunni.
Staðan sem við íslendingar erum búnir að koma okkur í er þröng. Þó er það alltaf svo að í hverju vandamáli, hversu óyfirstíganlegt sem það virðist, felast sóknarfæri.
Sumir vilja meina að okkar sóknarfæri nú sé samþykkt Icesave og Evrópubandalagsaðild. Við eigum að samþykkja 5% vexti á margfalda þjóðarframleiðslu okkar. Evrópusinnar hafa greinilega sérsmíðað þessa lausn því í henni felst sannarlega aðeins eitt.
Hvaða þjóð getur staðið undir slíku vöxtum á láni að þvílíkri stærðargráðu? Hjá evróðubankanum eru að jafnaði 1/2 % vextir sem þýðir það að þegar kemur að því að ákveða aðild að Evrópubandalaginu munu þessir vextir væntanlega verða lækkaðir til samræmis við það sem þýðir aftur að aðild verður eini valkosturinn í stöðunni!
Ég segi að það eru miklu fleiri kostir sem vert er að skoða af alvöru. Grænland ( sem heitir reyndar "Land fólksins" í dag en ekki Grænland) gæti verið lykillinn í stöðunni. Þar sem augljóst er að landslagið kring um pólinn mun breytast mjög á næstu árum með aukinni hlýnun virðist það spennandi kostur að horfa til þeirra landa sem eiga landamæri að Norðurpólnum og auka samvinnu milli þeirra. Talið er að gríðarlegar auðlindir muni verða auðsóttari til vinnslu þegar það gerist, bæði olía og vatn svo dæmi séu tekin. Að maður tali ekki um ný fiskimið. Með því að "pólþjóðirnar" þétti raðirnar og efli samstarf er raunhæfur möguleiki að þær geti haldið yfirráðum á þessu svæði og þar með yfir þeim auðlindum sem um ræðir. Evrópa mun öðlast meira vægi með aðild Íslands að bandalaginu og því er verið að reyna að kúga okkur til aðildar.
Við erum fyrst og fremst veiðimanna- og bændasamfélag. Við erum ekki bankamenn. Það held ég að sé nokkuð ljóst. Þess vegna eigum við að marka okkur sérstöðu með þeim harðbýlu þjóðum sem kunna að lifa af við þau erfiðu skilyrði sem fylgja því að búa nánast á sjálfum Norðurpólnum.
Við eigum ekki að láta Evrópu kúga okkur til undirgefni. Í Evrópu eru um 7% allra jarðarbúa. Evrópa er sem ein lítil Hólmavík á heimsmælikvarða.
Þetta er auðvitað nýlendustefna Breta og Hollendinga sem kunna að kúga þjóðir undir sig og nota Evrópubandalagið til þess!
Við eigum að stofna Eyjaálfu með Grænlendingum og Færeyingum. Til þess að þetta geti orðið verða Grænleningar og Færeyingar að segja sig frá yfirráðum og ríkjasambandi Dana. Það er auðvitað ekkert eilífðarlögmál að vera undir þeirra stjórn. Síðan er hugsanlegt eins og áður segir að mynda einhvers konar bandalag við þær þjóðir sem eiga land að Norðurpólnum. Bandalag sem stæði vörð um þær auðlindir sem verða aðgengilegri á næstu árum og nýta þær skynsamlega öllum til hagsbóta.
Þetta er það góða við það þegar sverfur að.
Það neyðir okkur til að hugsa út fyrir rammann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.1.2010 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 12.10.2009
Samtaka nú
Ég sé ekki betur en Viðskiptaráð sé komið með ákveðna lausn í málinu enda er Ríkisstjórnin gersamlega getulaus.
Það er furðulegt að sjá forsætisráðherra landsina fremja slík afglöp í starfi sem raun ber vitni og "Ketill Skrækur" eða "Skallagrímur" blaðrar viðstöðulaust OG innihaldslaust eins og vindbelgur.
Það að sjá þingheim rífast eins og hálfvita þegar landið er í slíkum vandræðum er farið að jaðra við landráð.
Þegar slíkur vandi sem Ísland er í er raunveruleg staðreynd ætti að reka þetta fólk umsvifalaust frá völdum og skipa utanþingsstjórn sem fylgir þeim markmiðum sem þarf að fylgja.
Annars spilum við landinu endanlega frá okkur og eigum ekki skilið að halda sjálfstæðinu!
--
I am not in a mode to translate this at the moment!
Viðskiptaráð: Lífeyrissjóðir láni fyrir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 23.8.2009
Til hvers var Þorskastríðið? - Why was the Cod war?
Nú þegar Bretar hafa eignast Icelanduc Seafood og þar með orðið markaðsráðandi fyrir íslenskan fisk veltir maður fyrir sér til hvers var barist í þorskastríðinu?
Bara að pæla!
--
Now that The Great Britain has got Icenadic Seafood and control therefor the market for Icenandic fish I wonder about the benefits of our battle in the Cod war?
Just wondering!
Pínulítil frétt í Morgunblaðinu sagði frá því að 9 manns hefðu verið handteknir við Alþingishúsið í tengslum við mótmæli við Ice-Save samninginn.
Furðulega lítið gert úr málinu.
Hver stjórnar fjölmiðlunum?
--
In a few words in Morgunblaðið today was said that 9 people was arrested outside the Parlament house demostrating the Ice Save contract.
It is amazing how small the story is.
Who controles the press?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.6.2009 kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 4.6.2009
Hamskipti- A change of roles
Það var athyglisvert að sjá Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í hlutverki stjórnarliða í Kastljósinu í gær.
Hann hljómaði ekki vel. Hann varði hægagang og ótrúverðugleika á fremur ósannfærandi hátt.
Þjóðinni blæðir út og Ríkisstjórnin virðist ráðþrota í málinu.
Hvar er skjaldborg heimilanna?
--
It was very interesting to listen to Steingrím J. Sigfússon the Minister of finance in TV yesterday.
He did not sound well. He was in defence for the slow motion in this Govermenrt and I didn't belive a word he said.
This nation is bleading and the Goverment seems without ideas what to to.
Where is the help for the homes as they promissed?
Vextir lækkaðir í 12% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 3.5.2009
Hvað gerir Evrópusambandið í þessu?
Flokkarnir sem "sátu í festum" í kosningabaráttunni, Samfylking og Vinstri Grænir, geta ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut eftir kosningar.
Á meðan renna verðmæti fólks frá því í óstöðvandi straumi sem sífellt þyngist. Við vitum að það má ekki dragast að henda björgunarhring til drukknandi manns. Fyrrnefndir flokkar láta eins og þeir sjái ekki neyðina en eru þess í stað að rexa um aðild að Evrópubandalaginu meðan sífellt fleiri hér heima verða undir í baráttu sinni fyrir lífinu.
Ég tel að algert úrræðaleysi þeirra sé nú þegar orðið lýðum ljóst.
Ég tek undir með Atla Gíslasyni þingmanni VG sem kallar eftir þjóðstjórn.
Þjóðstjórn þar sem allir flokkar vinna saman sem einn að því að þessi þjóð rétti úr kútnum.
Úr því sem komið er getum við ekki horft upp á pólitíkusa bítast innbyrðis um einskisverða hluti eins og völd.
Við viljum sjá árangur og við viljum sjá hann NÚNA Jóhanna Sigurðardóttir!
Margir íhuga greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég velti fyrir mér stöðu verkalýðsins á Íslandi og hvernig baráttan hvarf í "græðgivæðingunni" svokölluðu. Forkólfar þeirra flokka sem kenna sig við jöfnuð og telja sig vera málsvara lægst launuðu stéttanna höfðu hæst um þessa græðgivæðingu.
Forystumenn verkalýðsfélaganna létu lítið á sér kræla eftir bankahrunið.
Þeir virtust vera alveg uppteknir við að bjarga verðmætum sínum eða verja ofurlaun sín.
Þeir stóðu alla vega ekki í eldlínunni á Austurvelli og skipulögðu mótmælin.
Það segir alla söguna af stöðu verkalýðsbaráttu á Íslandi að listamenn eins og Hörður Torfason urðu að taka það að sér.
Nú 1. maí marsera þeir í kröfugöngum og gera m.a.s. hlé á stjórnarmyndunarviðræðum.
Hvar voru þeir allir á meðan "Róm" var að brenna?
Kröfugangan lögð af stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 29.4.2009
Hugsjónnapólitík eða hagsmunapólitík?
Kjósendurnir VIÐ erum búin að finna leið til að láta skoðun okkar á mönnum og gjörðum þeirra í ljós.
Við strikum þá út!
Mér finnst athyglisvert hve vel meðvituð við erum orðin um þessa leið og hve við erum njörvuð niður í flokksræðið að gera þetta í stað þess að fylkjast bak við hreyfingu eins og Borgarahreyfinguna.
Hreyfingu sem spratt upp úr Búsáhaldabyltingunni.
Hreyfingu sem iðar af lífi alveg frá grasrót og inn á þing.
Það er einnig athyglisvert og skiljanlegt hve þau sem voru í ríkisstjórn fá fleiri "gúmoren" en aðrir.
Mér finnst alveg fullkomlega eðlilegt að menn og konur sem hafa orðið uppvísir að því að þiggja peninga í stórum síl af fyrirtækjum séu strikuð út. Sjálfsagt mál.
Hins vegar finnst mér umhugsunarefni að hugsjónapólitíkus eins og Kolbrún Halldórsdóttir, sem er trú sinni sannfæringu jafnvel rétt fyrir kosningar, fái sömu meðferð?
Nú er ég enginn sérstakur stuðningsmaður hennar en ég velti því fyrir mér hvort við séum orðin samdauna þessari "hvítu lygi" eða bara haugalygi sem pólitískir forsvarsmenn flokkanna nota svo óspart og nánast grímulaust í kosningabaráttu.
Sama gildir um Þráinn Bertelsson sem sagði hreinskilnislega að hann myndi ekki afsala sér heiðursverðlaunum. Þetta sagði hann FYRIR KOSNINGAR!
Góðu fréttirnar eru þær að við kjósendur erum að vakna til vitundar um það að við getum haft áhrif.
Bæði með búsáhöldum og blýöntum!
Össur var næstur falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
mið. 29.4.2009
Furðuleg afstaða VG og Samfylkingar
Ég get ekki orða bundist vegna afstöðu VG og Samfylkingar í stjórnarmyndun.
Þessir flokkar telja sig vera lýðræðið uppmálað.
Meðlimir þeirra gengu um á Austurvelli og hvöttu fólk til dáða í Búsáhaldabyltingunni.
Nú hefur skilgetið afkvæmi þeirrar byltingar "Borgarahreyfingin" komið fjórum mönnum inn á þing.
Báðir þessir lýðræðissinnuðu flokkar eru svo sjálfumglaðir og uppteknir af "eigin ágæti" að það hvarflar ekki einu sinni að þeim að bjóða Borgarahreyfingunni að koma að þessum viðræðum með sér.
Fólkinu sem barði pottana og pönnurnar, fólkinu sem gerði byltinguna.
Þetta segir mér að þau í VG og Samfylkingu halda að þau hafi sjálf gert byltinguna!
Ég mátti til með að benda á þetta þar sem mér finnst það skjóta mjög skökku við hve þau sem töluðu svo fjálglega um lýðræði og vilja "þjóðarinnar" fyrir kosningar eru fljót að gleyma þegar þau hafa sjálf komist til valda.