Færsluflokkur: Bloggar

Gleymdu ekki þínum minnsta bróður

Takk, takk, takk, þetta er sennilega með því rausnarlegasta sem okkur er boðið á þessum erfiðu tímum. Færeyingar sína mikinn rausnarskap og göfuglyndi sem seint verður fullþakkað.  Táknrænn stuðningur og það munar virkilega um þetta.

Ég veit að við munum fara í gegn um dimman dal núna og bara það að vera rétt svona hjálparhönd kveikur ljós í hjörtum okkar.

Guð blessi nágranna okkar Færeyinga. 


mbl.is Færeyingar vilja lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr bloggvinur - drengur

Nýr bloggvinur drengur eða Hilmar Snæberg Ásgeirssn er kominn á bloggvinalistann hjá mér.  

Hann er drengur góður eins og kemur fram á bloggi hans.  Velkominn í hóp bloggvina minna drengur!


Gjögurbryggja skemmd

Það gengur mikið á í henni veröld.  Bryggjan á Gjögri er mjög áveðurs yst við Reykarfjörð á Ströndum.

Það er þó gott þegar ekki verða slys á fólki enda er enginn búsettur á Gjögri lengur allt árið.  Nokkuð er um að brottfluttir dveljist þar sumarlangt.

Þeir og fleiri nota bryggjuna og vonandi verður bryggjan lagfærð svo þeir og fleiri geti notað hana enda eru siglingar norður á Strandir að færast í vöxt.

Við eigum einmitt bát á Siglufirði sem slapp í þessu veðri enda vel litið eftir honum af heimamönnum.

 


mbl.is Gjögurbryggja stórskemmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr bloggvinur Stormsker

Nýjasti bloggvinur minn er Sverrir Stormsker.  Hann þarf ég ekki að kynna þar sem hann er þegar þjóðþekktur.

Ég þakka honum bloggvináttuna og hvet alla til að lesa beitta bloggið hans og ekki síður hlusta á Miðjuna, þáttinn hans á Útvarpi Sögu.

Frábærir þættir og bendi sérstaklega enn og aftur á þann nýjasta með Jóni Baldvin Hannibalssyni. 

Svo eru það lögin........Kissing.......takk fyrir þau...... 


Fróðlegt

 

 

Mogginn

 

 Fékk þetta "lánað" af öðru bloggi. 

 

 

Nokkuð merkilegt!


Loksins

Hvernig stendur á því að Íslensk stjórnvöld koma fram af svona hroka gagnvart okkur?

Við eigum að vera upplýst fyrst.  Þetta eru okkar mál.

Það er búið að senda milljóna skuldir á hvert mannsbarn hér á landi og stela auk þess af okkur öllu okkar sparifé og lífeyrissjóðum.

Það minnsta er að segja okkur rétt frá og reyna að bæta okkur upp það sem við höfum tapað í stað þess að bæta á herðar okkar skuldaklafa "óreiðumannanna" sem stunduðu iðju sína í skjóli Ríkis og Seðlabanka! 

 


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr bloggvinur

Icekeiko eða Þórarinn Þ. Gíslason er nýr bloggvinur minn, Hann skrifar skemmtilegt og beitt blogg. Velkominn í hópinn Þórarinn!

Förum bara í símaskrána!!

Þetta er athyglisverð grein.  

Hún er í morgunblaðinu í dag en greinin er stytt hér á vefnum,  þar segir hann einnig  m.a. "Það er ólíklegt að nýir leiðtogar sem væru valdir af handahófi úr símaskrá gætu valdið jafn miklum efnahagslegum glundroða og núverandi stjórnvöld". 

-- 

Höfundur greinarinnar er professor emeritus við háskólann í Chicago.  Hann hefur á löngum ferli rannsakað fjármálakreppur um víða veröld. 

 


mbl.is Stjórnvöld skilningslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Himintunglin efla leiðtogann sem býr innra með þér. Þú ræður við það sem gengur á í vinnunni, en viltu gera það? Er ekki kominn tími til að aðrir leggi sitt af mörkum?
 
--
Það hlaut að vera að þetta væru himintunglin.  LoL
 

Loksins

Loksins kemur ekki frétt.  Þetta þýðir væntanlega inngrip Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þótt fyrr hefði verið.

Kannski taka þeir alfarið yfir á næstu misserum? 


mbl.is Ráðherrar funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband