Færsluflokkur: Bloggar
sun. 30.11.2008
Ný bloggvinkona olofdebont
Ný bloggvinkona Ólöf de Bont hefur bæst í hópinn. Við Ólöf vorum saman í Gospelsystrum um tíma.
Ólöf er góð söngkona, vinkona og umfram allt góð manneskja.
Velkomin í hópinn Ólöf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 21.11.2008
Hvaða takka ýtir Bjarni á?
From: skilabod@mbl.is
Subject: Bjarni Harðarson bloggvinur sendi þér skilaboð
Date: 21. nóvember 2008 19:41:58 GMT+00:00
To: ippa@simnet.is
Ég fékk skilaboð frá Bjarna Harðarsyni rétt í þessu. Þar kemur fram "Bjarni Harðarson bloggvinur sendi þér skilaboð" Gallinn er sá að hann er ekki á bloggvinalistanum hjá mér.
Hvað er þetta með Bjarna og tölvur??
Svo fer þessi færsla út um víðan völl eins og sjá má?
Talandi um Draugasetur!
Hvað um það Bjarni er að minna á fullveldisdaginn og má sjá allt um það á blogginu hans.
Læt skilaboðin flakka hér með, getur varla verið neitt leyndó, bara góð auglýsing!
Bjarni Harðarson sendi þér skilaboð á blog.is. Smelltu hér til að svara
Kæru bloggvinir
Nú er í undirbúningi fullveldishátíð 1. desember og þar þurfa allir að leggjast á eitt. Sjá nánar http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/
Kær kv. -b.
Kveðja, blog.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mán. 17.11.2008
Fleiri fundir og mótmæli
Það er ekki lítið ef nær 1000 manns mæta á opinn borgarafund. Það verður sífellt furðulegra að menn skirrist við að segja af sér.
Tala um að kosningar dæmi menn í þeirri von að gullfiskaminnið okkar íslendinga haldi áfram að vera gullfiskaminni.
Ég held ekki að það geri það. Ég held að fallið verði þeim erfiðara því lengra sem líður. Ekki skilja mig svo að ég hafi verulegar áhyggjur af því.
Áhyggjur mínar beinast að öðru og meira en því þessa stundina hvort menn sem bera ábyrgð á þessu gífurlega hruni verði ekki endurkjörnir.
Þeir sem taka ekki ábyrgð á eigin gerðum draga flokkinn sinn niður með sér.
Þær snúast um velferð fólks og kannski um það að þeir verðir eftir allt endurkjörnir.
![]() |
Troðfullt á fundi á Nasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 13.11.2008
Vona það sama og Björgólfur
Björgólfur er sterkur að koma fram og kom ágætlega frá sér því sem hann vildi segja. Aðalatriðunum a.m.k. Það er gríðarlega erfið staða sem hann er í og mikil pressa.
Seðlabanki Íslands hefur ekki verið starfi sínu vaxinn. Það er líka umhugsunarvert hverjir tóku ákvörðun um að þjóðnýta Glitni?
Var það Seðlabankinn eða var það ríkisstjórnin? Voru það þessir aðilar saman?
Voru það forsætisráðherra, fjármálaráðherra og seðlabankastjóri?
Hver var þáttur viðskiptaráðherra?
Hvers vegna var umleitunum manna ekki svarað um sameiningu bankanna Landsbanka og Glitnis?
Hvað svo sem er rétt í því vona ég og trúi að eignir Landsbankans í Bretlandi dugi fyrir skuldunum vegna Icesave. Kannski aðeins betur en þær voru tvöfalt hærri en innistæður þann 30. sept s.l. að sögn Björgólfs og hans tölum sem hann hefur samkvæmt þriggja mánaða uppgjöri bankans.
![]() |
Skuldir lenda ekki á þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 7.11.2008
Nýr bloggvinur jonerr
Jón Ragnar Björnsson eða jonerr eins og hann kallar sig er minn nýjasti bloggvinur. Býr á Hellu eins og fram kemur í kynningu hans á sjálfum sér. Bloggar um ástandið í þjóðfélaginu og hvaðeina sem honum hugnast.
Velkominn í hóp bloggvina minna Jón Ragnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 4.11.2008
Bogi Nilsson hættir
Bogi Nilsson segir nákvæmlega það sem þarf að segja í þessum útskýringum.
Hann skynjar stöðu mála og bregst við samkvæmt því.
![]() |
Bogi Nilsson hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
þri. 4.11.2008
Þess vegna allt upp á borðið
Einmitt þess vegna verðum við að fá sannleikann upp á borðið, ég er sammála Þorgerði Katrín í þeim efnum.
Við verðum að fá erlenda aðila til að rannsaka málin einmitt þess vegna líka.
Þjóðfélag sem orðið hefur fyrir jafn miklum skelli og í rauninni trúnaðarbresti verður að geta sammælst um það að rannsaka málin ofan í kjölinn til að læra af þessu.
Trúnaðarbrestur ríkir milli þjóðarinnar og þeirra aðila sem áttu að sjá um eftirlitið með því að þeir sem geymdu peninga þjóðarinnar væru hæfir til þess.
Það má ekki gerast aftur að eitt af ríkustu löndum heims eina stundina rambi á barmi gjaldþrots þá næstu.
![]() |
Óþolandi að líða fyrir tortryggni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 2.11.2008
Mótmælin
Við erum að komast á kortið í þessum efnum.
Mér finnst jákvætt að við íslendingar erum hætt að láta reka okkur í dilka og draga okkur þaðan til slátrunar eða ásetnings (talað er um að "setja á (vetur)" þau lömb sem eiga að lifa) eftir því hvað valdhöfum hvers tíma er "þóknanlegt".
Ég vil taka fullan þátt í því að útrýma þeirri gríðarlegu spillingu sem hefur grafið um sig hér á Íslandi í gegn um tíðina.
Við verðum að taka valdið og koma því í réttar hendur.
Það er til fólksins í landinu!
Lýðræðið er orðið býsna skrumskælt þegar sömu menn og konur eru farin að fjalla fram og aftur um eigin gerðir og gjörninga.
Power to the people!
![]() |
Mótmæli vekja athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
lau. 1.11.2008
Fjölgar smám saman
Það er fróðlegt að fylgjast með mótmælafundunum á Austurvelli. Það er réttur fólks að mótmæka þegar á því er brotið.
Ég fór ekki í bæinn að þessu sinni en ætlaði að fylgjast með á vísi.is en þá var ekkert að hafa þar hins vegar var mbl.is með fréttir af fundinum.
Ég held að við ættum að fara að huga að því að hafa fundi þar sem fólk leggur eitthvað til málanna, hverju er hægt að breyta og hvernig á að hrinda því í framkvæmd.
Mótmælin ein og sér eru ágæt til að byrja með en hugur þarf að fylgja máli og aðgerðir ættu að koma í kjölfarið.
T.d. vill fólk breyta og bæta inni í hinum hefðbundnu flokkum og stéttarfélögum?
Vill fólk stofna nýja hreyfingu/hreyfingar?
Við verðum að finna skoðunum okkar farveg til framtíðar og til uppbyggingar.
![]() |
Um þúsund mótmælendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fim. 30.10.2008
Ný bloggvinkona sivva
Nýr bloggvinur minn sivva eða Sigurveig Eysteinsdóttir er skólasystir mín frá Laugum í Þingeyjarsýslu.
Það er gaman að endurnýja kynnin og mér sýnist Sivva bara hafa haldið sér nokkuð vel!
Velkomin í bloggvinahópinn Sivva!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)