Færsluflokkur: Bloggar

Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði

Athyglisverður fyrirlestur.  



Nýr bloggvinur eask

Nýr bloggvinur hefur bankað upp á Einar Áskelsson heitir hann.

Hann segir á bloggi sínu að hann muni ekki verða ærumeiðandi né gera grín að öðrum.

Þess vegna samþykkti ég hann.  Spéhrædd sem ég er (not).

Velkominn í bloggvinahópinn Einar Áskelsson. 


STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Leggðu þig fram við að fegra heimili þitt. Með þínum náttúrlegu hæfileikum fyrir samræðum, geturðu fengið fólk á þitt band.
 
--
 
Ég var í tiltekt og endurskipulagningu um helgina.
Hitt veit ég ekkert um........... 

Þó það nú væri

Tek undir með Jóni Baldvin, þó það nú væri að farið verði að lögum og stöður bankastjóra auglýstar!
mbl.is Staða bankastjóra auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna má þetta?

Jóhanna sem lofaði öllu fögru í kosningabaráttunni á ekki að líða svona vinnubrögð.

Þetta er hreint út sagt ógeðsleg aðför að þeim sem geta ekki borðið hönd fyrir höfuð sér.

Vill Jóhanna sjálf deila herbergi með einhverjum sem hún þekkir ekki í ellinni? 

Vilja Halldór Jónsson og Guðlaugur Þór Þórðarson deila saman herbergi í ellinni?

Setjum Guðlaug bara á elliheimili með Halldóri. 

Ég legg til að það verið ákveðið hér og nú! 

 


mbl.is 200 mótmæltu á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handvömm

Fólkið á rústunum hefur sannarlega samið af þjóðinni í þessu máli.  Þarna á ég við villuráfandi ríkisstjórn í sjokki eftir stórslys. 

Hvers vegna í ósköpunum eigum við að leggja þetta á börnin okkar og barnabörnin?

Allt sem hægt var að gera vitlaust var gert í þessum málum.

Okkar megin var fum og fát og engin markviss vinna eða plan B í gangi.

Hvers vegna gerði ríkisstjórnin ekki áætlun um hvað ætti að gera ef illa færi í þessum efnum áður en hrunið varð. 

Við sitjum uppi með afleiðingarnar.

Sem eru okkur ansi dýrkeyptar. 

 


mbl.is Togast á um Icesave-kjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Þú kannt að glæða gamla hluti nýju lífi og gætir gert þér mat úr því með því að kaupa gamla hluti og selja þá uppgerða. Leyfðu öðrum að njóta sín í samskiptum ykkar.

Höft á báða bóga

Ég skil ekki þessi einstrengingslegu höft.

Ég hef heyrt um slatta af Íslendingum búsettum erlendis sem vilja koma heim með gjaldeyrir þegar þeir heimsækja landið en þora því ekki vegna þess að þeim er meinað að fara með afganginn aftur þegar þeir halda af landi brott aftur.

Þetta er alveg furðulega flausturslegt og óafsakanlegt af yfirvöldum hvernig þau hafa anað áfram í flýti þegar hagsmunir heillar þjóðar eru jafn viðkvæmir og nú! 

 


mbl.is Verðbólgumarkmið mun nást 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Skoðaðu stöðuna vandlega áður en þú ákveður að breyta til.
--
Ég held að þessi orð eigi vel við núna.
Ekki bara við mig heldur við alla þjóðina.
Eigið góða nótt. 

Nýr bloggvinur "idda"

Nýjasta bloggvinkona ippu er idda.  Idda skrifar skýrt og skorinort fréttablogg, fullt réttlætiskenndar.

Velkomin í bloggvinahópinn. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband