Færsluflokkur: Bloggar
fös. 9.3.2007
Bloggvinkona Herdís.
Herdís er eitt lítið STÓRVELDI. Hún er litla systir elstu og bestu vinkonu minnar Kristínar. Herdís fylgdist náið með ýmsum djammtilburðum okkar Kristínar og þeim á stundum yfirgengilegum (kalt mat í dag). Ekki hefði ég viljað vera mamma okkar Kristínar þá! Hvað um það, úr Herdísi rættist ótrúlega vel miðað við óæskileg áhrif okkar á hana í bernsku norður á Sigló. Herdís er lærður meinatæknir, starfar hjá Rauða Krossinum og er í masters námi í auðlindanýtingu ef ég man rétt. Hún er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Mosfellsbæ. Herdís er umfram allt góð og skemmtileg stelpa og góð vinkona. Ég er mjög ánægða að eiga hana að bloggvinkonu í dag auk þess að hitta hana hressa í fjölskylduboðum tengdum Kristínu stóru systir hennar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 9.3.2007
Óhamingjusama kona
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fim. 8.3.2007
Bloggvinur-Helgi Seljan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 8.3.2007
Bloggvinur-gso

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 8.3.2007
Bloggvinkona-Grayzana

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 8.3.2007
Bloggvinir -Agny og Keli
Agny bloggvinkona og vinkona er búsett í Borgarnesi ásamt bloggvini og vini Kela. Agny eða Inga er góð og traut manneskja sem hefur reynst mér vel. Vil höfum sótt saman námskeið í (ég man ekki hverju) CST?? Hjálp Inga? En það var gaman og þarna lærðum við eins og ekkert væri að lækna fólk af hinum verstu fóbíum. Inga læknaði mig af minni alræmdukóngulóarfóbíu og ég hana eða aðra konu af ég man ekki hverju, og þó ég myndi það mætti ég ekki segja það. Keli hefur verið mér sem klettur í tölvumálum og núna þyrfti ég sannarlega að fara að bjóða honum í heimsókn þar sem talvan mín virðist stundum fá sjálfstæðan vilja og vinnur þá upp á sitt einsdæmi í hinum og þessum prógrömmum. Þau skötuhjú eru betri en enginn og hjá þeim er hin eðalborna Mímí af ætt Bengala komin og afkvæmið Palla kom svo í heiminn eftir að Mímí stökk út af þriðju hæð til að næla sér í hana. Mímí bjó fyrst hjá barnabarni mínu sem með réttu á hana (ef einhver treystir sér til að eiga kött) en er nú hjá ömmu.
Sem sagt bloggvinir góðir Inga og Keli og enn betri raunvinir.Bloggar | Breytt 9.3.2007 kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 8.3.2007
Bloggvinir-Jens Kristján

Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fim. 8.3.2007
50 ljóð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 6.3.2007
Strákar.
Þeir ruddust hér inn og réttu fram hendi
og réttu fram vín,
og sakleysið stundi en freistarinn glotti
til mín.
Glaðir og hressir strákar
með sindrandi augu og fjör
flettu þeir af mér sakleysi mínu
og buðu mér annað.
Buðu mér gleði og vín,
já gleði og vín og annað.
Ég opnaði í hálfa, hallaði aftur
en opnaði svo upp á gátt
og sakleysið grét en freistarinn tók mig
í sátt.
Höf: Vilborg Traustadóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)