Færsluflokkur: Bloggar

Bloggvinkona Herdís.

  

Herdís er eitt lítið STÓRVELDI.  Hún er litla systir “elstu og bestu” vinkonu minnar Kristínar.  Herdís fylgdist náið með ýmsum “djammtilburðum” okkar Kristínar og þeim á stundum yfirgengilegum (kalt mat í dag).  Ekki hefði ég viljað vera mamma okkar Kristínar þá!  Hvað um það, úr Herdísi rættist ótrúlega vel miðað við óæskileg áhrif okkar á hana í bernsku norður á Sigló.  Herdís er lærður meinatæknir, starfar hjá Rauða Krossinum og er í masters námi í auðlindanýtingu ef ég man rétt.  Hún er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Mosfellsbæ.  Herdís er umfram allt góð og skemmtileg stelpa og góð vinkona.  Ég er mjög ánægða að eiga hana að bloggvinkonu í dag auk þess að hitta hana hressa í fjölskylduboðum tengdum Kristínu stóru systir hennar. W00t


Óhamingjusama kona

 

 

Góðan daginn!

Óhamingjusama kona.

Er maðurinn ennþá fullur?

Börnin grátandi?

Og bleyjurnar óþvegnar

Skítug gólfin?

 

Skrælnaðar varir þínar

þrá svölun?

Þreyttar hendur þínar

hvíld?

 

Þegar hugur þinn reikar

til hamingjulanda.

Þá hugsaðu til mín.

 

Ég heilsa þér

óhamingjusama kona.

 

       Höf:  Vilborg Traustadóttir


Bloggvinur-Helgi Seljan

Bloggvinur Helgi Seljan er mér einungis kunnur úr starfi sínu og langaði mig að fylgjast með honum og bloggi hans þar sem mér finnst hann góður fréttamaður.  Röggsamur og fastur fyrir en ekki yfirgangssamur. Hef eiginlega litlu við að bæta nema það er gaman að eiga líka bloggvini sem maður þekkir ekki persónulega.

Bloggvinur-gso

Bloggvinur gso, Gunnlaugur Snær Ólafsson var með mér í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Ég kynntist honum ekki mikið en hann er greinilega mikill húmoristi og kom alltaf með skemmtilega sýn á mál.  Jafnvel hin leiðinlegustu mál eins og skipulagsmál Wink Hann er í námi og nemur stjórnmálafræði. Réttur maður á réttum stað.

Bloggvinkona-Grayzana

Grazyna María Okuniewska bloggvinkona var með mér í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins.  Þeim ótrúlega skemmtilega skóla.  Grayzana er hjúkrunarfræðingur, pólsk að uppruna en hefur búið á Íslandi í 15 ár ef ég man rétt.  Hún er frá Gdansk og gátum við spjallað mikið um Pólland en eins og alþjóð veit fór ég í vel heppnaða detox-meðferð þangað.  Heilsuhælið sem ég dvaldi á U Zbója er skammt frá Gdansk (90 km) og þegar við spjölluðum saman kom fram að systir Grazönu þekkir fólkið sem á og rekur heilsuhælið og snæðir þar stundum.Lítill heimurSmile.  Grayzana er dugleg kona, er í framboði til alþingis í Reykjavík fyrir Sjálfstæðisflokkinn.  Leggur áherslu á bætt tungumálanám fyrir innflytjendur ásamt auðvitað heilstengdum máluum sem og öllum öðrum málaflokkum.  Það var gaman að kynnast henni á námkeiðinu og ég mun kjósa hana, alveg pottþétt.

Bloggvinir -Agny og Keli

Agny “bloggvinkona” og vinkona er búsett í Borgarnesi ásamt “bloggvini” og vini Kela. Agny eða Inga  er góð og traut manneskja sem hefur reynst mér vel.  Vil höfum sótt saman námskeið í (ég man ekki hverju) CST?? Hjálp Inga? En það var gaman og þarna lærðum við eins og ekkert væri að lækna fólk af hinum verstu “fóbíum”.  Inga læknaði mig af minni alræmdu”kóngulóarfóbíu” og ég hana eða aðra konu af “ég man ekki hverju”, og þó ég myndi það mætti ég ekki segja það.  Keli hefur verið mér sem klettur í tölvumálum og núna þyrfti ég sannarlega að fara að bjóða honum í heimsókn þar sem talvan mín virðist stundum fá sjálfstæðan vilja og vinnur þá upp á sitt einsdæmi í hinum og þessum prógrömmum.  Þau skötuhjú eru betri en enginn og hjá þeim er hin eðalborna Mímí af ætt Bengala komin og afkvæmið Palla kom svo í heiminn eftir að Mímí stökk út af þriðju hæð til að næla sér í hana. Mímí bjó fyrst hjá barnabarni mínu sem með réttu á hana (ef einhver treystir sér til að eiga kött) en er nú hjá ömmu.

Sem sagt bloggvinir góðir Inga og Keli og enn betri raunvinir.

Bloggvinir-Jens Kristján

Jen Kristján Guðmundsson betur þekktur sem  jensgud hér í Bloggheimum hefur þann góða sið að kynna bloggvini sína til sögunnar.  Ég ætla að herma þetta eftir honum.  Jens Kristján er skólabróðir frá Steinstaðaskóla í Skagafirði.  Hann er bróðir bestu vinkonu minnar þann vetur en sú heitir Júlía Rós.  Jens Kristján var kraftmikill og góður drengur.  Dálítið mikill fyrirferðar en samt “góði gæjinn”, töffarinn sem maður fílaði góða músik með. (Aðallega Creadens Clearwater Revival). Listfengur Kristján, skrifaði og teiknaði afar fagurlega enda skrautskriftarkennari í dag.   Ég man ekki hvort ég var nett skotin í honum en held þó ekki. Blush Hann var einfaldlega bróðir vinkonu minnar.  Eins og tíðkaðist stundum í þá daga var eldra systkinið látið “bíða” eftri því yngra til hagræðingar fyrir sveitaheimilin.  Held að þannig hafi það verið hjá þeim systkinum og held að Jens Kristján hafi verið ári eldri en Júlía Rós en í sama bekk og hún ef ég man rétt.  Ég man að ég fór eina helgi í Hrafnhól með Júlíu Rós og við “riðum heim til Hóla”.  Svo skemmtilega vildi til að ég var sett á mjög svo heimfúsan hest á bakaleiðinni.  Hesturinn tók öll völd og í einum spreng með mig dinglandi á baki (gott ef ekki berbakt) stökk hann heim að Hrafnhóli, upp bröttustu brekkuna og heim á hlað.  Ég heyri enn í huganum dillandi hlátur Júlíu Rósar og yngri bróður hennar (Stefáns?) þar sem þau tvímenntu á viðráðanlegri klár í kjölfar okkar heimfúsra.  Þá var BARA gaman.

Maðurinn

 

Maðurinn við næsta borð

situr og hugsar.

Heldur að enginn

sé að horfa á sig.

 

Grey maðurinn

hann grætur í huganum

yfir athyglisleysi annarra.

 

Ef hann aðeins vissi

að augu mín

hvíla á honum.

 

Augu mín

full eftirsjár.

 

 

   Höf: Vilborg Traustadóttir


50 ljóð

Ég ætla að setja inn 50 ljóð hér á síðuna eitt og eitt í einu.  Ég var að telja þau sem ég á í fórum mínum í tölvutæku formi.  Þau eru 50.  Það passar fínt miðað við aldur undirritaðrar.  Ég varð fimmtug 11. jan s.l.  Síðan langar mig að gefa þau út af bloggi í bók með þeim athugasemdum ykkar sem eiga við ljóðin.  Mér finnst það ný nálgun að blogga þeim fyrst og síðan hugsanlega setja þau í kver.

Strákar.

 

 

Þeir ruddust hér inn og réttu fram hendi

og réttu fram vín,

og sakleysið stundi en freistarinn glotti

til mín.

 

Glaðir og hressir strákar

með sindrandi augu og fjör

flettu þeir af mér sakleysi mínu

og buðu mér annað.

Buðu mér gleði og vín,

já gleði og vín og annað.

 

Ég opnaði í hálfa, hallaði aftur

en opnaði svo upp á gátt

og sakleysið grét en freistarinn tók mig

í sátt.

 

 

         Höf: Vilborg Traustadóttir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband