Færsluflokkur: Bloggar

Lok lok og leir

Nú þegar ég hef afgreitt bloggvini mína á færibandi og dælt inn ljóðum frá sokkabandsárum mínum ætti ég kannski að loka blogginu?  Hef ég eitthvað frekar fram að færa í flokki fólks sem hefur skoðanir á öllu mögulegu og ómögulegu?  Bloggaraflokknum?  Á ég að stunda hér ókeypis fréttaskýringar sem engin nennir að lesa?  Ja...meðan ég hef gaman af þessu og fyrst ég á enn nokkur ljóð óbirt, hvers vegna ekki? Fór í leirgerð í dag með Sollu systir, það var gaman.  Skálin mín sem var týnd í síðustu viku var fundin í dag.  Neita því ekki að það var dálítill “Túrillufílingur” að fara með hana heim.  Svona eins og þegar Túrilla lýsti hinu glæsilegu jólatré sem endaði svo sem blaðlaus hrísla þegar það kom á staðinn.  Skálin var nefnilega bæði stærri og flottari í minningunni.  Verst að ég var búin að láta það berast um frændgarðinn að jómfrúrstykkið hefði verið svo flott að það væri sennilega bara selt!  Æ - ég sting henni þá bara inn í skáp í fjölskylduboðum.  Svona til að forðast óþarfar athugasemdir.Blush

Bloggvinir-konur

Bloggvinurinn konur skaust inn á bloggvinalistann minn.  Ekki verra að hafa þær allar saman komnar þarna á einni síðu.Smile   Gaman að fylgjast með og alltaf fovitnilegt þegar konur koma saman.  Þarna koma ýmsar upplýsingar fram af ýmsum atburðum tengdum konum.  Eitt sinn var ég kosningastýra Kvennalistans á Akureyri.  Þá færðum við rök fyrir því og það var sláandi munur á fjárframlögum hins opinbera til kvennaíþrótta og karlaíþrótta. Strákarnir okkar fengu meira.   Þeir fá það enn og ekki síst athygli fjölmiðla, þar sem heilu sjónvarpsstöðvarnar eru lagðar undir heims-og/eða Evrópumeistarakeppni karla í boltaíþróttum.  M.a.s. ég fékk "handboltameiðsl" fyrir tveim árum.  Jú ég var að horfa á handboltakeppni karla og lá öll skökk í sófanum mínum heima í stofu.  Þurfti að fara til sjúkraþjálfara og alles. Cool

Bloggvinir Ómar Ragnarsson og Raggi Bjarna

  

Tveir bloggvinir leynast enn meðal bloggvina minna og skal hér um þá fjallað. Þeir eru báðir landsþekktir. Ómar Ragnarsson fréttamaður, skemmtikraftur og verðandi forsætisráðherra.  Um hann þarf ég ekki að fjölyrða frekar.  Cool

Raggi Bjarna vinur hans hefur verið yngdur upp hér í Bloggheimum og farið í yfirhalningu eins og sést.  Ég er afar ánægð með niðurstöðuna.  Wizard

Gaman að eiga ykkur að bloggvinum fellows.Joyful

Bloggvinur Magnús Þór Jónsson

Magnús Þór eða Maggi mark eins og hann kallast meðal Bloggverja er systursonur minn. Sonur Sollu systir.  Ég fékk þann heiður að fá að halda honum undir skírn heima á Sauðanesi fermingardaginn minn.  Eitthvað dróst á langinn að klerkur kæmi í hús og “Maggú lill” var ný sofnaður þegar hinn helgi maður birtist.  “Maggú lill” var rifin upp á eyrunum og færður í kjól og hvítt og það líkaði honum engan veginnShockingVið frændsystkin vorum drifin til stofu þar sem athöfnin skyldi fara fram.  Til að gera langa sögu stutta mátti ekki á milli sjá hvort okkar var í verri aðstöðu. Hann eldrauður í framan og gargandi í fanginu á mér undir ræðu prests, eða ég eldrauð í framan og stamandi upp nafninu þegar ég loksins komst að með það fyrir prestinum.  Eftir að nafnið var komið á þennan nýja og háværa meðlim Þjóðkirkjunnar dreif amma hans í Hofsósi hann í vögguna og ruggaði honum uns hann féll í ómeginSideways.  Allar götur síðan þann dag hefur Maggi verið bæði hávær og ákveðinn.  Hann hefur alltaf vitað hvað hann vill og hann vill að Liverpool hafi heimsyfirráð eða.....?

Bloggvinkona Jónína Ben

Ég hef viljandi dregið að fjalla um bloggvinkonu mína Jónínu Ben.  Einfaldlega vegna þess að það er að öllu jöfnu ekki á færi neinnar “meðal-jónínu” eins og mín að gera það. 

Ég kynntist Jónínu í ferð á heilsuhótelið U Zbója í Póllandi þangað sem hún skipuleggur ferðir með “mörlandann”.  Jónína er eins og Marteinn Mosdal að því leiti að hún kemur alltaf aftur!  Dugnaður og kraftur einkenna hana en hún þorir líka að gefa eftir og sýna svokölluðu “veiku” hliðarnar á sér.  Ég tel þó mesta misskilning að kalla viðkvæmni og tilfinningar “veikar” hliðar.  Það er sterk manneskja sem getur sýnt tilfinningar án þess að brotna undan oki þeirra.  Það getur Jónína.  Jónína er skemmtileg blanda af dannaðri heimskonu og íslenskum strigakjafti.  Þegar þetta tvennt fer saman fellur heimsbyggðin að fótum hennar.  Þá er gaman að vera “fluga á vegg” og sjá hlutina vera að gera sig.  Áfram Jónína þú ert mjög góð manneskja á réttri braut.  We just follow..........

 


Bloggvinkona Magga Trausta

Bloggvinkona Magga Trausta er Magga systir.  Hún er aðalféhirðir Landsbankans á Akureyri.  Magga systir fer þangað sem hún ætlar sér og er hin vænsta systir.Hún fékk m.a. í nýrun af þráa þegar hún var lítil telpa.  Pabbi var að vinna úti frameftir kvöldi í vitlausu veðri þegar við áttum enn heima á Djúpuvík þar sem ég er fædd.  Magga systir vildi vera með honum og þá var hún auðvitað þar.  Hún var illa klædd og fékk fyrrnefnt nýrnakast upp úr krafsinu. Það varð að senda hana til Hólmavíkur á sjúkrahús með bát. Solla systir varð víst mjög öfundsjúk yfir “kaupstaðaferð” systur sinnar en ég man ekkert, ef ég var þá fædd? Best að fjölyrða ekki frekar um Möggu systir en bloggið hennar er enn læst.  Hún er að raða þar inn myndum eftir sig en hún hefur lært að mála og er býsna flink í því verð ég að segja.  Gaman að eiga hana að bloggvinkonu og verður enn meira gaman þegar hún opnar bloggið almenningi.Wink  Rock on sister......


Bloggvinur maple 123

Bloggvinur Hlynur Þór Magnússon eða maple 123 eins og hann kallar sig þekki ég ekki nokkurn skapaðan hlut, mér vitanlegaSmile.  Mér finnst hann hafa skemmtilegan húmor og hef gaman af að fylgjast með því sem hann skrifar.  Hæglátlega en af festu kemur hann máli sínu til skila og oft skín gamansemin í geng um skrif hans.  Hann er líka að vestan svo það klikkar ekki sem þaðan berst. Joyful  Gaman að eiga hann að bloggvin.

Kveðja mín

  

Ég ætla að kveðja

með væmnum orðum.

Svo allir asnarnir

grenji úr sér augun.

Á meðan þú ert fjarverandi

get ég afhjúpað

minn innsta mann.

Grimmd og illgirni.

 

En fljótt,

því þú mátt ekki vita

að allir gráta

yfir orðum

ætluðum þér.

Grimmdarorðum

í grímubúningi

úr falsi og lygi.

 

 

 Höf: Vilborg Traustadóttir


Bloggvinkona Lára

Bloggvinkona  Lára skólasystir frá því á Laugum í Reykjadal er fimmtug í dag. Wizard Sko kellu, búin að ná mér sem varð fimmtug í janúar.  Lára eða Lallý eins og hún var kölluð á Laugum var nágranni okkar fjögurra villinga í risinu á heimavistinni.  (Man allt í einu ekki hvað herbergið okkar hét, Reykjahlíð)?  Herbergin lágu saman gegn um geymsluskáp þar sem við geymdum töskur og annað slíkt.  Eitt sinn datt “villingunum” að fela sig inni í skápnum og reykja þar. Lallý og herbergisfélagi hennar, Hanna María? (voðalega er ég gleymin-hjálp) sáu bara reykjarstrókinn koma inn til sín og lyktin eftir því.  Þær klöguðu okkur! Devil Ég fékk enn og aftur “síðasta sjens” þann vetur.  Hvað um það Lallý var fyrirgefið enda söng hún svo listavel og lék undir á gítar að annað var ekki hægt.  Man alltaf hláturinn hennar og húmorinn en ég fattaði ekki þá alvöru lífsins.  Lallý var nefnilega á einhvern hátt miklu þroskaðari en við jafnöldrur hennar og þá meina ég ekki endilega líkamlega.  Gömul sál heitir það, ég á tvo svoleiðis sonarsyni, með þessi djúpu augu full af "gamalli" visku, eins og Lallý.  Svo frétti ég eitthvað af henni í mínum “fornu veiðilendum” meðal Ólafsfirðinga. Wink Sé að þar er hún búsett í dag.  Lára er varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.  Ljósmyndari og gaman að skoða myndirnar hennar á síðunni,tunglmyrkvinn flottur og takk ég gleymdi að horfa á hannWhistling .  Innilega til hamingju með áfangann og bjarta framtíð.  Þú skalt á þingið! Alla leið.Smile

Bloggvinkona Hjördís

   Hjördís er í Danmörku en flytur heim á “klakann” í vor.  Hún tengist ferðafélögum mínum í Póllandi þeim Hjördísi ömmu hennar og Þóru á Hvítárvöllum sem er móðursystir Hjördísar.  Hjördís vílar greinilega ekkert fyrir sér og heldur af röggsemi utan um síðu hópsins (Póllandsfara frá upphafi) http://www.blog.central.is/detox  .  Hlakka til að sjá hana í eigin persónu en ef hún líkist frænku sinni og ömmu sem ég hef sterklega á tilfinningunni, þá er hún eins og þær gullmoli.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband