Færsluflokkur: Bloggar

Svalamálun

Svalamálunin hjá okkur Möggu systir hefur gengið framar björtustu vonum.  Það verður gaman á morgun en þá ætlum við að víxlmála eina mynd.  Það er skiptast á að mála sömu myndina.  Við munu lofa áhugasömum að fylgjast með hér á blogginu en ég er því miður ekki með snúruna með mér til að færa á milli.  Það kemur bara seinna.   Örn Ingi mætti í morgunkaffi og kom með áhugaverðar hugmyndir fyrir okkur.  Einnig hélt hann góða tölu um myndlist og tækni.  Nú erum við að gera okkur klárar fyrir undirbúningsfund að Ketilásgleði 2008.  Hann verður á kaffihúsinu Bláu Könnunni á Akureyri kl 21.00 í kvöld.  Wizard 


Góð hugmynd!!!

Fékk þessa skemmtilegu mynd frá kunningja mínum.  Sannarlega góð hugmynd.  Ég skil hana sabana-2kannski eftir hjá Geir þegar ég bruna norður á morgun.  Hann verður hér að viða að okkur efni til frekari framkvæmda á Djúpuvík.  Höldu svo þangað um eða eftir helgi.  Ég er sem sagt að fara á málaranámskeið til Akureyrar fram á miðvikudag hjá Möggu systir.  Við verðum undir verndarvæng Arnar Inga.  Hlakka mikið til. Smile

Nýr bloggvinur nonniblogg

Nýr bloggvinur nonniblogg eða Jón Svavarsson er fréttaljósmyndari.  Enda er síðan hans morandi í aldeilis frábærum myndum teknum við ýmis tækifæri.  Hrein unun að skoða þær.  Hann skrifar skemmtilega og má lesa umhyggju fyrir landinu og náttúru þess í skrifum hans. Húmorinn ekki langt undan.  Umfram allt er hann afi.  Stoltur afi.  Það fellur mér vel sem titla mig gjarnan "amma í fullu starfi".  Velkominn í bloggvinahópinn minn nonniblogg!

Öðruvísi dagar

Næsta áfanga Strandaferðar okkar má líkja við öðruvísi daga.  Minn góði vinur og "gullbrúðgumi" Buddi, pabbi Kristínar vinkonu varð hálf hvumsa þegar ég nefndi þetta við hann.  Fannst það kannski minna á "hinsegin dag"???  Ég sagði að þetta ætti ekkert skylt við Gay pride.  Það væri bara öðruvísi að vera öll svona saman á Djúpuvík. Við vorum sex fullorðin, tveir hundar og tveir kettir í 30 fm húsinu okkar. Aðrir fimm dvöldu í fellihýsi á hlaðinu.  Þetta gekk ótrúlega vel.  Ég tók þó fram að eftir að maður væri komin inn í eldhúskrókinn væri ekki ráðrúm til að skipta um skoðun þannig að fólk skyldi bara vita hvað það vildi þangað, klára málið og fara síðan á sinn stað.  Við skoðuðum okkur um.  Fórum á Kjörvog þangað sem Buddi á rætur sínar að rekja.  Auðvitað var svo farið í Krossneslaugina og handverkshúsið "Kört" í Árnesi. Það keypti Ásdís (gullbrúður) húfu með rún ægishjálms handa barnabarni búsettu í Bandaríkjunum.  Eitthvað misskildi Kristín vinkona þetta og fékk húfuna lánaða þegar hún fór út að pissa.  Hélt þetta væri hulinshjálmur.  Við sáum hana samt!!! Enda um Ægishjálm að ræða. Hér er mynd af okkur vinkonunum í fjörunni á Kjörvogi.
DSC01316
 Það var einnig snætt á Hótel Djúpavík á Gullbrúðkaupsdaginn.  Fallegt umhverfi og góður matur og þjónusta.  Við grilluðum við húsið okkar tvö kvöld og slógum upp partýi þar sem við tókum "Tvær úr Tungunum, Kattadúettinn" o.fl.  Kettirnir voru vel passaðir af Sædísi Erlu og bátarnir fengu að snerta hafflötinn með hina ýmsu aldrushópa innanborðs. Loks hélt Ásdís hákarlastöppuveislu á pallinum hjá okkur fyrir þá Djúpvíkinga sem vildu.  Vel heppnað og skemmtilegt uppátæki.  Okkar kæru vinir héldu síðan heim á sunnudaginn eftir mjög ánægjulegar samverustundir  hvað okkur áhrærði.  Það er alltaf tómlegt að verða eftir í sveitinni þegar gestir kveðja.  Þó það sé auðvitað líka gott-vont tilfinning.  Léttir eftir vel heppnaða samveru og tregi eftir meiri samveru.  Við Herdís bloggvinkona kvöddumst með orðinu "skjáumst"!!!Wink

Ketilásball-undirbúningsfundur

FootinMouthDevilToungeGrinAngryW00tHaloSidewaysWhistlingWizardShockingSmileCoolBlushWinkLoLPoliceAlienBanditKissingAngryInLoveUndecidedPinchSickNinjaGaspHeartFrownSleepingErrmPoutyHappy
Undirbúningsfundur fyrir ball á Ketilási (bannað innan 40-45) verður haldinn á Bláu Könnunni á Akureyri mánudagskvöldið 23. júlí klukkan 21.00, það var Brattur bloggvinur sem átti upphaflega hugmyndina að þessu balli og vonumst við eftir góðri mætingu á þennan mikilvæga fund.  Sjáumst hress!!!

Komin heim- klukkleikur

  1. Er fædd á sex ára brúðkaupsafmæli mömmu og pabba þann 11. janúar 1957. Wizard
  2. Átti að fæðast með tippi Shocking(að sögn handavinnukennarans míns í Fljótunum, Auðar í Lambanesi)!Enda á ég eingöngu stráka bæði börn og barnabörn og elska það!!!!!!!! Wink
  3. Trúi á tilvist annarra en þess sýnilega (einkum drauga og forynja)W00t. 
  4. Er ótrúleg daðurdrós!Kissing
  5. Á fáa en góða vini. InLove
  6. Finnst æðisleg slökun að fara ein út að keyra og hlusta á t.d. Pink Floyd!Whistling
  7. Á það til að NJÓTA þess að vera svöng. Bendir til meinlætalifnaðar á fyrri tilverustigum? Alien
  8. Er einfari að eðlisfari.Ninja
Komin heim af Ströndunum. Tók þessu klukki hjá bloggvinkonu minni mörtusmörtu og klukka hér með átta aðra bloggvini sem eru. jensgud,agný,herdís,estersv,mapel123,geirfz,raggibjarna og maggimark.

Bátar, kostur og gullbrúðkaup

Bátarnir okkar tveir Hafgammur og Nao eru innpakkaðir og tilbúnir á kerrum til flutnings á Strandirnar. Skútan Ippa verður heima um sinn.  Hluta flotbryggjunnar var einnig komið á vörubíl sem fer norður á Strandir í kvöld eða á morgun. Verslaði áðan fyrir a.m.k. 10 daga úthald.  Gott að búa að þeirri reynslu að hafa verið ráðskona í vegavinnu þegar skipulagt er svona fram í tímann.  Svo bætir maður í sarpinn í hverri búð á leiðinni eins og hver búð sé sú síðasta fyrir eyðimerkurvistBlush.  Byrja venjulega á að fara í gegn um skápa og fleygja útrunnum marvælum, kryddi o.þ.h. sem dagar uppi yfir veturinn í húsinu okkar vestra. Whistling  Það er norðan átt en hæglætisveður sýnist mér samt að verði.   InLoveForeldrar bestu vinkonu minnar eiga gullbrúðkaup um helgina og þau ásamt fjölskyldunni munu koma til okkar og halda upp á það á Ströndunum.  Mikill heiður fyrir okkur að fá að taka á móti þeim og aðstoða eftir föngum á þessum merku tímamótum í lífi þeirra.  Sérstaklega þar sem ég var heimagangur hjá þeim  um lengri eða skemmri tíma á árum áður.  Ég hlakka mikið til og maður lætur ekki veðrið stjórna sér þegar þannig stendur á.  Þvert á móti gerum við allar þær ráðstafanir sem mögulegar eru til að helgin verði ánægjuleg.  Wizard 

Moldin

 

Hérna í moldinni

líður mér vel.

Teygi mig í arfakló

slít hana upp

 

Svo kálið

fái vaxið

og vermi pottana

í haust.

 

Gref tærnar

ofan í

mjúka, raka

moldina.

 

Kannski spretta

fleiri tær

ef ég bíð

nógu lengi?

 

Nei annars

þetta er

alveg nóg

af tám.

 

Og moldin

hefur alveg nóg

með sig

og sína.

 

En ég

fer í fótabað

í mosagrænu

vaskafati.Wink

 

 

             Vilborg Traustadóttir


Ný bloggvinkona she

Ný bloggvinkona Sigríður Hrönn Elíasdóttir eða she er eins og vestfirsku fjöllin.  Traust sem virki, hrein og bein og óhagganleg!  Ég hef ekki kynnst manneskju sem er jafn fljót og hún að setja sig inn í erfið mál og taka á þeim með viðeigandi hætti.  Kynnir sér allar staðreyndir og hefur þær uppi á borðinu þannig að enginn velkist í vafa um hvar hann hefur hana.  Það er mikill kostur og því miður sjaldgæfur í nútímanum. Gaman að fá þig fyrir bloggvinkonu she og er aukalegur "bónus" á okkar vináttu. Smile

Viku "hitabylgju" Í Reykjavík lokið

Það er margt líkt með skyldum!  Nú er viku hitabylgju í Reykjavík einnig lokið.  Lengstu samfelldu hitabylgju síðan á víkingaöld.  Samkvæmt mínum upplýsingum!  Best að skella sér á Strandirnar eftir helgina.
mbl.is Eins árs hitabylgju lokið í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband