Færsluflokkur: Bloggar
http://visir.is/article/20070830/FRETTIR05/70830081
Ég hef haldið þessu fram lengi.
Ég hef gengið með þrjú börn og var stálslegin allar meðgöngurnar. Verður spennandi að tala við John Benediktz um þetta og fara að gera eitthvað í málinu ef hann telur það ráðlegt.




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Boltinn er farinn að rúlla. Ræddi við Theodór Júlíusson (Dadda Júll) í dag og hann er áhugasamur um Ketilásball 2008. Hann er forkólfur hljómsveitarinnar Stormar frá Siglufirði. Þannig að nú er allt að fara af stað. Hann mælti með laugardagskvöldinu um helgina sem við ákváðum. Þ.e. helgina fyrir Verslunnamannahelgina og Síldarævintýrið. Við vorum sammála um að það væri gott fyrir Síldarævintýrið og ferðamennskuna fyrir norðan að fá smá vítamínsprautu tengda svona nostalgíu-atburði inn á þetta tímabil. Nú er bara að vinda sér í að ræða við staðarhaldarann á Ketilási við fyrsta tækifæri og bóka húsið. Einnig væri gott fyrir okkur að setjast niður yfir kaffi eða te og taka stöðuna kring um 20. september. Formaður sér um að boða fundinn á sinni síðu. Svo er spurning hvort við ættum ekki, eins og við töluðum um, að opna sérstaka síðu tengda þessu verkefni þannig að sem flestir geti nálgast upplýsingar á einfaldann hátt.
---
Ketilásinn rokkar feitt!!!!




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tókum upp kartöflur rófur og annað sem eftir er í görðunum í gær. Það er æðislegt að fá nýtt grænmeti. Við erum búin að taka upp jöfnum höndum í ágúst og eigum aðeins eftir dálítið af kartöflum og hnúfukál sem verður tekið í dag eða á morgun. Ég gerði mjög góða grænmetissúpu í gær fyrir okkur hjónin. Sonarsynir mínir sem voru með mér tíndu kartöflur af miklum móð upp í bala og svo skiptum við fengnum. Þeir tíndu einnig gras fyrir Mímí sem var að úða því í sig í morgun.
Er að reyna að láta mig hlakka til einhvers og ætla að fara eitthvað á röltið á eftir. Húsið er svo ótrúlega "tómt" síðan Palla kisa fór frá okkur. Hún gerði sig einhvern veginn "svo gildandi". Var alls staðar þar sem var hreyfing. Stökk fram fyrir Mímí í matinn, kom upp í á morgnana og lagðist á sængina Geirs megin, rak hann hreinlega fram úr um helgar. Var sannkölluð prímadonna. Mímí sem alltaf hélt sig til hlés meðan Palla var, er farin að koma upp í á morgnana og leggst þá á sængina Geirs megin. Lífið heldur áfram þó með öðru sniði sé.




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ég er kona aðgerðanna. Ekki í eiginlegri merkingu þess orðs. Þ.e.a.s. ég er ekki mikið í læknisaðgerðum (7,9,13). Heldur er það að þegar ég lendi í vandamálum og mótlæti tekst ég á við það með aðgerðum. Ég missti kisuna mína eins og ég hef sagt ykkur frá. Ég er búin að vera mjög niðurdregin síðan. Hún var fósturdóttir mín. Ég ól hana fyrstu dagana meðan mamman jafnaði sig eftir keisaraskurðinn. Lét hana pissa og gaf henni dósamjólk. Svo deyr hún með svona vofeiflegum hætti. Hún var blönduð af Bengalakyni. Hafði blandast við íslenska ketti. Hún hafði sterk Bengala einkenni. T.d. hafði hún rafgul augu og hvíta silfurþræði í feldinum. Þessa loftkenndu þræði. Nema hvað að eftir tvo daga í sorg og sút sendi ég rafpóst til Ólafs í Nátthaga sem ræktar Bengal ketti. Spyrst fyrir um kettina. Átti leið framhjá Nátthaga sama dag og afréð ásamt samferðafólki að kíkja við og athuga með kettina. Spyrjast fyrir um hvort hægt væri að fá að sjá kettlinga sem væru hugsanlega til sölu. Ekki síst eftirlifandi kisunnar vegna sem er auðvitað mjög einmana. Við hittum á Ólaf í gróðurhúsi og ég bar upp erindið. Skipti engum togum að ég fékk langan fyrirlestur um þá ósvífni að ryðjast svona inn og "ætlast til" að fá að sjá kettina undirbúningslaust. Við sjötluðum málið og sögðum eins og satt var að ég hefði sent póst um morguninn og ákveðið svo að koma við þar sem ég átti leið hjá. No big deal! Við fórum svo strax og án þess að fá að sjá ketti enda engin aðstaða til þess að okkur skildist. Einhverjir rafpóstar fóru okkar á milli í kjölfarið og ætla ég nú ekkert að rekja þá frekar hér. Það er lengi von á einum hugsaði ég nú bara með mér og endaði þessi samskipti með kurt og pí. Það kom fram í rafpóstunum að hann selur kettlingana vanaða á 95.000 krónur. Það finnst mér ekki ásættanlegt. Ég þekki ekki til þess í neinni ræktun að ræktendur geti áskilið sér rétt til að vana dýrin og selja þau svo á fullu verði. Þannig að ég mun una glöð með þeirri einu kisu sem eftir er á heimilinu og leyfa henni bara að heimsækja aðra ketti eftir efnum og ástæðum en hún er innikisa þar sem við búum svo hátt uppi.
--
Góðu fréttirnar eru þær að svo lengi lærir sem lifir!!!!!




Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
«
Fyrri síða
|
Næsta síða
»