Færsluflokkur: Bloggar

Vambasaumur - sláturgerð

  Nú er að hefjast sláturtíð.   Ég hef ekki gert slátur síðan á Akureyri 1987.  Þá tókum við okkur saman ein frænka mín og tvær vinkonur og ákváðum að vera myndarlegar.  Slátrin voru sótt og ákveðið að gera þau heima hjá Kristínu þar sem maðurinn hennar var á sjó og hún með litla stráka.  Við mættum hressar í bragði í vambasauminn.  Þar sem okkur þótti afburða leiðinlegt að sauma vambir höfðum við rauðvínsflösku við hendina.  Supum óspart á.  Það færðist fjör í leikinn.  Valdísi stoppuðum við í dyrunum á leið heim til sín með vambirnar í saumavélina.  Eftir nokkur glös og vambir ákváðum við að skella okkur bara í Sjallann.  Gera slátrin daginn eftir.  Fórum við nú að búa okkur eins og best við gátum.  Kristín fór að svæfa strákana og “dó úr tilhlökkun” í leiðinni.  Við hinar höfðum það af í Sjallann.  Allar angandi af vambalykt eða gorlykt.  Það síðasta sem ég sá af Línu frænku var að hún reif hártoppinn af Palla sínum í stiganum.  Það gerði hún bara ef hún var mjög reið.  Við Valdís ákváðum að gera smá sprell og fara aftur heim til Kristínar og hengja vambirnar út á snúru.  Við vissum að Kristín hafði átt í útistöðum við nágrannakonu sína út af snúrunum sem þær samnýttu.  Daginn eftir vaknaði Kristín svo upp við þann vonda draum strákarnir voru að renna sér fótskriða í mörnum á eldhúsgólfinu og vambirnar voru hangandi úti á snúru.  Hún brá sér því út að taka þær inn áður en nágrannakonan kæmi.  Sú kom auðvitað aðvífandi þegar hún var að taka þær niður.  Kristín var fljót til og sagði “Við gerum þetta alltaf svona á Siglufirði”. 
----
Síðan hef ég ekki gert slátur....já við erum ennþá vinkonur og ég er hætt að drekka.....Halo

Vinkonumatur

Var boðin í hádegisverð heima hjá góðri vinkonu minni Gerði Gunnarsdóttur myndhöggvara í dag.  Ásamt annarri góðri vinkonu Elínu Vigfúsdóttur.  Mikið er gaman að koma svona saman og spjalla um allt og ekkert.  Skoða glæsilegu listaverkin hennar Gerðar.  Hún tekur þátt í alþjóðlegri listmunasamkeppni um verðlaunagripi fyrir Olympíuleikana sem haldnir verða í Kína 2008.
Hér er smá innsýn í verk hennar. Einnig Olympíuverkin hennar á bls 15 í seinni tengli, fjórða mynd frá hægri.
http://www.china.org.cn/english/features/olympicsculpture/204323_15.htm

Helgin var fín.  Við Magga systir skelltum okkur á opnun á sýningu Eggerts Péturssonar á Kjarvalsstöðum.  Það var alveg einstök upplifun.  Einnig var Helgi Gíslason myndhöggvari með lágmyndasýningu.  Mjög gaman.  Fjórir hressir ömmu og afastrákar voru hjá okkur í gær og er mjög gefandi að umgangast þá.  Börn eru svo undursamleg og "leiðrétta" mann oftar en ekki af einhverri vitleysunni.....Wink


Ný mynd

Við Magga systir drifum í því í dag að taka nýjar myndir fyrir bloggsíður okkar.  Mín er þegar komin í stað hinnar sem tekin var með diplomað frá Póllandi í janúar.  Nýja myndin er tekin í stofunni hjá mömmu og pabba og er mynd af æskuslóðunum á Sauðanesi við Siglufjörð í baksýn.  Hvernig er það segir maður þá núna Sauðanesi við Fjallabyggð?  (Smá útúrsnúningur).
bloggmyndir 008
Vilborg Traustadóttir hin vogskorna!W00t

Stjörnuspá

SteingeitSteingeit: Í stað þess að eiga þér stóra drauma - eins og vanalega - hafðu þá klikkaða. Hvernig yrði lífið ef þú hlypir á brott með fjölleikahúsi?
---
W00t  Ég veit ekki hvar þetta endar?  Ætli ég sé í "réttu" merki?Ninja

Strandamenn erum vér

Við hjónin fluttum lögheimili okkar til Djúpuvíkur á Ströndum nú síðsumars.  Við það fjölgaði íbúum Árneshrepps úr 39 í 41.  Það væri synd að segja annað en vel er tekið á móti okkur.  Héraðsfréttblað sett á laggirnar, það er verið að leggja nýjan veg um Arnkötludal fyrir okkur og áfram mætti telja.  Það er eiginlega verra að við hyggjum ekki á barneignir.  Þá yrði byggður leikskóli.  Hins vegar er þegar hafinn undirbúningur að því að reisa elliheimili á Djúpuvík.  Ásbjörn frændi hafði orð á því í sumar.
Orð eru til alls fyrst!

mbl.is Hafin útgáfa héraðsfréttablaðs á Ströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinkona asdisomar

Mín nýjasta bloggvinkona er Ásdís Sigurðardóttir.  Húsvíkingur að uppruna með ættir til Reykhverfunga og Mývetninga.  Búsett á Selfossi.  Fjórföld amma eins og ég.  Skrifar skemmtilegt blogg með líflegum myndskreytingum.  Fær mann til að brosa og skellihlæja á milli.  Erum auk þess saman í leshring gegn um síðuna hennar mörtusmörtu.  Velkominn í hópinn Ásdís.Smile

Global warming

Global warming

Amma í fullu starfi

Ég var að "ammast" í dag.  Yngsta barnabarnið (af fjórum, allt strákar) var hér frá kl 8.00 og var að fara rétt í þessu.  Eldri bróðir hans var með fyrsta kastið og skutluðum við honum á leikskólann um hálf tíu.  Þeir hlusta gjarnan á lagið Ísabella (ég fór með ömmu í berjamó) með Láru Stefánsdóttur þegar við erum að keyra á milli staða.  Þeir syngja hátt og snjallt með.  Líka sá yngsti.  Þó hann sé ekki farinn að tala mikið.  
Joyful
Nú er svo komið að sá yngsti er að byrja á leikskólanum í næstu viku þannig að "ömmustarfið" mun skerðast stórlega við það.  Kannski maður fari bara að bródera út í eitt?
LoL
Ég fer á námskeið til Akureyrar kring um 20. sept og mun nema myndlist hjá Erni Inga.  Það verður gaman og hver veit nema amman "finni sig" í því?
Smile
Ég var í smá leiðsögn hjá honum og Margréti Traustadóttur í sumar og líkaði vel.
InLove
Svo verða einhver ráð með að "ammast" áfram þó það verði í minna mæli.
Cool
Fer til Póllands á heilsuhæli um mánaðamótin og verð vonandi alveg eitilhress eftir það.
Wizard
Þannig að allt verður gert til að bægja yfirvofandi "tilvistarkreppu" ömmunnar inn á farsælar brautir.Wink

Stjörnuspá

SteingeitSteingeit: Stjörnurnar gefa þér lexíu í ástarmálum. Nú veistu hvað þú vilt og til hvers þú ert reiðubúinn. Vertu svalur og aðrir fara að þínu fordæmi.
W00t

Bloggvinur geirfz

Átti eftir að skrifa um bloggvin minn og son Geir Fannar Zoega.  Hann fékk bloggvinaboð frá mér meðan hann var á sjó og svo þegar hann kom í land samþykkti hannW00t .  Þá var langt um liðið og ég geymdi að skrifa pistil um hann.  Svo nú er komið að því.  Geir Fannar er sjómaður í húð og hár.  Hann ætlaði frá því hann var gutti að verða sjómaður.  Hann er duglegur, ósérhlífinn og hefur sterkar skoðanir.  Einkum á málefnum er tengjast sjómennsku.  Það er einnig honum að þakka að við fengum þessar líka fínu enduropnanlegu pakkningar á ostasneiðarnar okkar.  Geir Fannar ef þú lest þetta máttu alveg koma með söguna af því hérna í commentakerfiðSmile !  Skemmtileg saga og segir mikið um hugkvæmni ungra og áræðinna manna.  Gaman að vera bloggvinur þinn.InLove

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband