Tónleikar gegn rasisma

 

Á vef ruv.is  er að finna viðtal við Bubba Morthens vegna tónleika gegn rasisma sem hann stendur að á næstunni.  ( Í kvöld)

Þetta er þarft framtak.

Þó ég voni auðvitað að rasismi sé ekki með djúpar rætur í íslensku þjóðfélgi þá veit ég að hann er fyrir hendi.

Ég á sjálf yndisleg barnabörn sem eru blönduð og guð minn góður ég gæti ekki hugsað mér lífið án þeirra.

Þó um ólíka strauma og svo gerólíkan bakgrunn sé að ræða þá eru kostirnir samt svo miklu meiri en ókostirnir.   Gleðin svo miklu sterkari en sorgin.  Lífið svo miklu skemmtilegra með  en án þeirra að það er ekki hægt að tala um neitt annað.

Við verðum að vakna íslendingar og eyða rasisma út úr okkar þjóðfélagi.  

Ég segi nú bara er ekki kominn tími til að kynbæta þennan stofn okkar?  Sem er orðinn nokkuð einsleitur?  Bjóða fólk sem hefur bjargað heilbrigðiskerfinu okkar undanfarin ár formlega velkomið.  Það væri ekki hægt að reka einn einasta spítala,elliheimili eða hjúkrunarheimili án erlends vinnuafls.

Þá er ég ekki að tala um fiskvinnsluna, virkjanaframkvæmdir, byggingarvinnu o.s.frv.o.s.frv.  

Það fer um mig ónotahrollur að vita til þess að til eru samtök á Ísland sem berjast ljóst og leynt gegn lituðu fólki.  Þó auðvitað séu langt í frá allir innflytjendur litaðir þá held ég að þeir séu nokkuð margir og skera sig augljóslega meira úr en aðrir innflytjendur.  

Svo er annað mál allir sem fá íslenskan ríkisborgararétt eru orðnir íslendingar takk fyrir!  Við eigum ekkert með að ráðast að samborgurum okkar með einhverja sleggjudóma.  Ekki heldur að þeim sem hér starfa tímabundið.  Við værum skrambi illa sett íslendingar ef við hefðum ekki fengið aðstoð frá öðrum löndum við uppbyggingu og umönnun meðal okkar hér á okkar ástkæra eyðiskeri! 

Hvet alla til að mæta á tónleikana hans Bubba!!! 

 http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365616/3

(Katljósið, gerið bara copy og paste svo í  gluggann uppi)

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Sammála þér, ég sko þoli ekki rasisma, við eigum öll að vera jöfn

takk fyrir góðar ráðleggingar með hundana

knús

Svanhildur Karlsdóttir, 20.2.2008 kl. 16:17

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Höfum sjálf orðið fyrir barðinu á þessu hér á árum áður - José fékk stundum að kenna á því - einu sinni var hann tekin af einhverju steratrölli og höfuðið á honum rekið í heilu lagi gegn um rúðu, hann skarst illa báðu megin. Fötin hans rifin - við kærðum og þetta var greitt af gerandanum - svo var honum alltaf fyrst sagt upp vinnu ef hráefnisskortur var............ýmislegs svona. Held að þetta sé minnimáttarkennd í landanum og einhver þekkingarskortur...margir ferðast aldrei neitt. Nú er minn maður talandi íslensku og það skiptir miklu og er líka löggildur  "Íslingur" En þetta er til staðar- ekki spurning !!

Hulda Margrét Traustadóttir, 20.2.2008 kl. 17:47

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rasismi er eitthvað sem er mjög slæmt.  Á bæði svarta og hvíta í minni fjölskyldu og finn því ekki mikið fyrir þessu en ég hef mismunandi skoðanir á persónum og ef ég hef haft vonda skoðun á manneskju sem er af öðrum kynþætti en ég hef ég verið kölluð rasisti. Ég vil að mér leyfist að hafa skoðanir á fólki sem persónum ekki eftir lit og útliti.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband