fim. 5.2.2009
Nýtt fólk skipað í stjórn FME
Ég óska nýju fólki allra heilla í starfi.
Um leið þakka ég þeim sem sögðu af sér fyrr að hafa gert það.
Eftirlitið brást svo einfalt er það og ætti ekki að þurfa að fjölyrða um það hver ber ábyrgð þar á.
Þeim sem hana bera eiga að axla hana.
Dálítið nýtt fyrir okkur hér á Íslandi en batnandi mönnum er best að lifa.
Nú verðum við að setja okkur siðareglur svo ekki verði um villst í framtíðinni hvernig tekið verði á málum sem upp koma.
![]() |
Gylfi skipar nýja stjórn FME |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 5.2.2009
Leikur að lífi okkar
Þetta leikhús sem Alþingi er hefur algerlega misst fótanna í yfirstandandi efnahagsþrengingum.
Þingið hefur verið lamað undanfarið og notað sem eins konar afgreiðslustofnun á meðan ráðherrar hafa blómstrað.
Þetta sýnir okkur hve nauðsynlegt það er að halda stjórnlagaþing og breyta áherslum í stjórnkerfi landsins.
Virkara lýðræði er nauðsynlegt því ef þjóðin veitir þinginu ekki aðhald sýnir sagan að allt fer úr böndunum.
![]() |
Þingmenn í meðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 5.2.2009
Beðið svars....
Forsætisráðherra bíður svars frá bankastjórum Seðlabankans um það hvort þeir hyggist verða að ósk ríkisstjórnarinnar um að biðjast lausnar.
Ég velti fyrir mér hvað gerist ef þeir svara ekki kallinu?
Er þá plan B?
Hvert er það plan?
Það ef bankastjórarnir svara ekki sýnir hve skökk stefna það er að setja menn pólitískt í þetta embætti.
Þegar svona hamfarir dynja yfir eins og hafa gert yfir okkur á undanförnum mánuðum kallar á önnur vinnubrögð en hafa tíðkast.
Það gefur auga leið.
Það kerfi sem við byggðum upp og treystum brást.
Við erum ekki að leita að sökudólgum þó við óskum eftir að menn í þeim embættum sem ábyrg eru í málinu segi af sér.
Þeir yrðu menn að meiri fyrir vikið.
Besta leiðin til að leiðrétta
ágreining er ekki fólgin í því
hver hafi rétt fyrir sér, heldur
hvað sé rétt.
![]() |
Bankastjórn hugsar sig enn um |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 5.2.2009
St Jósefs
Vonandi snýr Ögmundur ákvörðuninni um að loka St Jósefsspítala við.
Það fer alveg einstakt starf fram á þessu sjúkrahúsi og það væri mikil afturför að loka á alla þá þekkingu og þjónustu sem fer fram á sjúkrahúsinu.
Hugmyndir um að flytja starfsemina til Reykjanesbæjar voru óraunhæfar og hefðu ekki skilað sér til þeirra sem nota þjónustuna í dag.
Nýtt sjúkrahús í Reykjanesbæ tengt Bláa Lóninu getur alveg risuð óháð því að leggja niður þjónustu í öðrum bæjarfélögum.
Ágústa Johnson eiginkona Guðlaugs Þórs f.v. heilbrigðisráðherra er í stjórn Bláa Lónsins og heyrst hafa hugmyndir um að tengja Bláa Lónið meira við heilbrigðisþjónustuna í Reykjanesbæ.
Ég vona að það gangi eftir því það er vafalaust þarft verkefni.
![]() |
Vill eyða óvissunni um framtíð St. Jósefsspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 4.2.2009
Persónukjör
Vð verðum að fá allan pakkann og keyra lýðveldisbyltinguna í gegn.
Það er ekki nóg að rétta okkur dúsu hér og þar.
Við viljum taka þetta til gagngerrar endurskoðunar með Stjórnlagaþingi.
Jóhanna talar að vísu um það þarna líka.
![]() |
Opnað fyrir persónukjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mér mun þykja fróðlegt að vita hvað Steingrímur tekur til bragðs í þessu máli á hlaupum sínum fram að kosningum.
Hann hefur nú innan við 80 daga.
Ég er hlynnt því að við nýtum hvalastofnana kring um landið og sköpum þannig störf og gjaldeyristekjur.
Ég held að Einar K. Guðfinnsson hafi gert Steingrími mikinn vinargreiða með því að taka þessa ákvörðun fyrir hann.
Steingrímur hefði ekki þorað.
![]() |
Hvalveiðar til umræðu á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 4.2.2009
Steingrímur í stuði
Steingrímur J. er í stuði þessa dagana.
Hann bara talar við menn.
Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr málinu.
Sennilega fáum við þó aldrei að vita það fyrir víst hvers er hvurs og hvurs er hvað.
Ég vona bara að þetta pólitíska hanaat hætti sem fyrst og að ef þingmenn eða ráðherrar eru ósáttir þá segi þeir einfaldlega af sér í stað þess að beita kjaftavaðli eða málþófi út í eitt.
Við höfum ekki efni á þessu þrasi um smámál á meðan önnur og brýnni bíða úrlausnar.
Þetta fer í taugarnar á mér.
![]() |
Steingrímur ræddi við IMF í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tíminn er dýrmætur og að eyða honum í svona þras er pínlegt fyrir alla aðila.
Ég tek þó undir þau orð Þórunnar sem þarna talaði um að það væri hollt að vera í stjórnarandstöðu.
Sjálfstæðismenn eru vaknaði til lífsins og farnir að brýna raustina.
--
Nú er stærsta verkefni þjóðarinnar að breyta þessu og koma á réttlátu valdakerfi þar sem lýðræðið er meira.
Við höfum lítið að gera með gargandi fólki í valdabrölti inni á Alþingi Íslendinga meðan landið sekkur sífellt dýpra í skuldafenið.
![]() |
Mögnuð fráhvarfseinkenni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki það að ég sé einhver sérlegur aðdáandi Sturlu Böðvarssonar en þegar svo stutt er í kosningar hefði maður haldið að það væri tímasóun að skipta um þingforseta?
Jóhanna hefur greinilega ekki þá hæfileika nýkjörins Bandaríkjaforseta að geta unnið með pólitískum andstæðingum sínum að góðum málum.
Barack Obama skipaði rebúblikana í ráðherraembætti í sinni stjórn.
Þjóðin er búin að fá meira en nóg af flokkspólitísku karpi og ef tíminn fram að kosningum fer í þetta og það að "skoða" mál ásamt því að banna hvalveiðar þá á núverandi ríkisstjórn ekki von á góðri útkomu í kosningum þann 25. apríl.
Enda vill þjóðin fá nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá og nýju kosningakerfi.
![]() |
Gagnrýna forsetaskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 4.2.2009
Glens á okkar kostnað
Það er svona að vera frægur.
Við verðum að þola það eins og annað.
(Ég tk það fram að ég hef ekki slett skyri á þinghúsið eða hent í það eggjum. Þeir sletta skyrirnu sem eiga það!)
Ættingjar mínir í Bandaríkjunum hafa fylgst vel með málum hér og reyna að koma auga á mig á myndum í sjónvarpi frá mótmælunum á Austurvelli.
Þau hafa áhyggjur af því að við séum svöng?
Ég segi að við séum ekki svöng en við séum reið!
Ef við værum svöng myndum við varla henda skyrinu í Alþingishúsið?
Eða eggjunum?
Við myndum borða það.
![]() |
Gerir óspart grín að Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)