Nýr bloggvinur pallkvaran

Páll Ingi Kvaran er nýr bloggvinur minn.  Seltirningur búsettur á Bifröst.  Ungur og upprennandi í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur.  Skrifar skemmtilegt blogg!  Velkominn í hóp bloggvina Páll Ingi. 

Stórskemmtilegt

Ég fékk eitt sinn svona póst.  Það eru nokkur ár síðan.  Ég gældi við það í nokkra daga hve ég væri nú orðin rík.  Svo hringdi ég í gaurinn sem hafði bara gefið upp e-mail.  Gróf upp númerið einhversstaðar í póstinum hjá honum.  Ég bað um að hann sendi mér bara ávísun í pósti.  Vildi ekki gefa honum upp bankanúmerið sem hann bað um. Það varð fátt um svör og ég hef ekki enn fengið ávísunina.  Svo ég er hætt að gæla við þessa tilfinningu.  En mikið var það nú gaman í nokkra daga. 

mbl.is Ný hrina fjársvikatölvupósta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn eru dýr

Þarna er enn eitt dæmið um það hvernig menn breytast í dýr og hleypa sínum lægstu hvötum lausum þegar þeir fá aðstæður til þess.  Þá á ég að sjálfsögðu við hermennina og þá sem standa í stríðsrekstri gegn saklausu fólki.  Þetta er enn að gerast allt í kring um okkur.  M.a.s. Gyðingar sem fóru afar illa út úr Helförinni eru sjálfir að myrða fólk í Palestínu og víðar.  Af því þeir hafa "rétt" á því.  Vestrænn heimur styður við og tekur þátt í stríðsbrölti gegn saklausu fólki.  Við horfum á aðgerðarlaus meðan hver "helförin" af annarri fer fram fyrir augum okkar. Við teljum okkur stundum vera að "verja okkur" eða koma í veg fyrir óréttlætið í heiminum.  Við skiljum ekki að með þessu erum við að auka á óréttlætið.  Við getum ekki skapað friðsaman heim með því að drepa aðra og skilja eftir okkur sviðna jörð.   Við verðum að átta okkur á því að til eru menn, fyrirtæki og ríki sem beinlínis græða á stríðsrekstri og meðan svo er verður aldrei friður í okkar annars ágæta heimi.  Vöknum!
mbl.is „Ég er að breytast í dýr sem langar að deyja"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefningin

Fyrirgefningin er stysta leið til Guðs.
(Fyrirgefningin eftir Gerald G. Jampolsky)

Ásta Lovísa

Mig dreymdi mikinn draum:Ég stóð
með Drottni háum tindi á
og horfði yfir lífs míns leið,
hann lét mig hvert mitt fótspor sjá.

Þau blöstu við. Þá brosti hann.
,,Mitt barn, hann mælti ,,sérðu þar,,
ég gekk með þér og gætti þín,
í gleði og sorg ég hjá þér var.

Þá sá ég fótspor frelsarans
svo fast við mín á langri braut.
Nú gat ég séð hvað var mín vörn
í voða,freistni, raun og þraut.

En annað sá ég síðan brátt;
Á sumum stöðum blasti við
að sporin voru aðeins ein.
-Gekk enginn þá við mína hlið?

Hann las minn hug. Hann leit til mín
og lét mig horfa í augu sér;
,,Þá varstu sjúkur blessað barn,
þá bar ég þig á herðum mér,, 

Ort af Sigurbirni Einarssyni
Ég var að lesa síðuna hennar Ástu Lovísu og fann þetta ljóð eftir Sigurbjörn Einarsson í einu af þúsundum kommenta við frétt af andláti hennar. Það er gott að lesa um þann hug sem hún hefur kveikt með skrifum sínum og æðruleysi. Þakklætið sem er móðir svo margra góðra tilfinninga er mér efst í huga þegar ég hugsa til þessarar konu sem ég ekki þekkti fyrir utan bloggið hennar.
Megi algóður Drottinn styrkja börn hennar og fjölskyldu og bera þau á herðum sér á þeim erfiðu tímum sem þau nú upplifa.

Lofta út í gólfi

Grundvallaratriði er að hafa góða útloftun í gólfi þar sem gas er notað.  Gasið er þyngra en loft og leitar því niður við leka.  Mér finnst mjög skrítið að það komi sjaldan fram í fréttum.
mbl.is Nauðsynlegt að nota gasskynjara og fylgjast með búnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefningin

Fyrirgefningin skapar heim þar sem við þurfum ekki að halda aftur af kærleika til nokkurs manns.
(Fyrirgefningin eftir Gerald G. Jampolsky)

Kristján Loftsson heiðraður

AfhendingGamall sjómaður tók það upp hjá sjálfum sér að heiðra Kristján Loftsson og hvetja hann til dáða á sjómannadag.  Hann mætti ásamt föruneyti á heimili Kristjáns og afhenti honum hvalaskutul sem fannst í fjörunni við Sauðanes v/Siglufjörð.  Um er að ræða flögu úr svokölluðu Brínisbergi.  Það er klettur sem gengur út í sjóinn austan við Sauðanesvitann. Brínisbergið er eitt fárra á landinu þar sem náttúruleg og nothæf brýni hafa fundist.  Á árum áður var sent eftir bríni í hverfissteina flestra Skagfirðinga í umrætt Brínisberg.  Flagan sem Trausti B. Magnússon færði Kristjáni er eins og hvalaskutull í laginu.  Snoturt statíf var smíðað undir skutulinn og hvalur málaður á hann.  Það gerðu sonur Trausta og tengdadóttir.  Kristján og kona hans höfðu gaman af uppákomunni og tóku einstaklega vel á móti gestunum .    

Sjómannadagurinn

sjómannadagurinnSjómannadagurinn er vart svipur hjá sjón víða um land.  Allt er breytingum háð.  Þó er hann haldinn hátíðlegur.  Eitthvað var um að vera á Siglufirði í gær þar sem myndin er tekin.  Ég fékk hana á vefnum Lífið á Sigló sem er að finna á www.siglo.is
Til hamingju með daginn sjómenn! 

Fyrirgefningin

Með því að fyrirgefa tekur þú ákvörðun um að hætta að þjást.
(Fyrirgefningin eftir Gerald G. Jampolsky)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband