Samtaka nú

Ég sé ekki betur en Viðskiptaráð sé komið með ákveðna lausn í málinu enda er Ríkisstjórnin gersamlega getulaus.  

Það er furðulegt að sjá forsætisráðherra landsina fremja slík afglöp í starfi sem raun ber vitni og "Ketill Skrækur" eða "Skallagrímur" blaðrar viðstöðulaust OG innihaldslaust eins og vindbelgur.

Það að sjá þingheim rífast eins og hálfvita þegar landið er í slíkum vandræðum er farið að jaðra við landráð.

Þegar slíkur vandi sem Ísland er í er raunveruleg staðreynd ætti að reka þetta fólk umsvifalaust frá völdum og skipa utanþingsstjórn sem fylgir þeim markmiðum sem þarf að fylgja.  

Annars spilum við landinu endanlega frá okkur og eigum ekki skilið að halda sjálfstæðinu!

--

I am not in a mode to translate this at the moment!  


mbl.is Viðskiptaráð: Lífeyrissjóðir láni fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég er þér innilega sammála.....heyr..heyr.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 14.10.2009 kl. 09:08

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ertu alveg viss um að þú vitir hvað þú ert að segja?

Ég fyrir mitt leyti tel það ekki vera neina lausn að ætla að stela þeim 12% af mínum launum sem ég er búinn að greiða í áratugi og eru hugsaðir sem lífeyrir fyrir mig og aðra sem greitt hafa í þessa sjóði.

Ég frábið mér svona "lausnir"

Jón Bragi Sigurðsson, 15.10.2009 kl. 16:31

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það var stolið drjúgum hlut í "braski" lífeyrissjóðanna með peningana okkar. Kannski væri ráð að reyna að endurheimta eitthvað af því áður en skattpíning á lækkuð laun kafkeyrir okkur líka.

Engin leið er góð en það er þess virði að velta þeim fyrir sér sem flestum ekki satt?

Vilborg Traustadóttir, 15.10.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband