fim. 28.5.2009
Alltaf sama stuðið.
Hér er alltaf sama stuðið. Við erum ánægðar með árangurinn hjá okkur hér undir lok heilsudvalarinnar okkar þriggja á heilsuhótelinu U Zbója í Póllandi.
Hún Pauline okkar sagði svo fallega í dag að við værum langskemmtilegastar af öllum sem dvelja hér.
Við höfum haft svo gott tækifæri til að kynnast fólkinu á staðnum núna og það er alveg meiriháttar.
Þau spyrja bara hvenær komið þið aftur?
Vinur okkar hann Szmytka tekur ekki annað í mál en að skutla okkur á flugvöllinn og mátuðum við ferðatöskuhlussurnar í okkar í Audi-inn hans í dag. Honum reiknaðist til að þetta slyppi alveg og þáðum við því boðið með þökkum.
Hann Szmytka er rafeindavirki eða verkfræðingur og var lestarstjóri í 45 ár eða allt þar til að hann fékk hjartaáfall við stjórn lestarinnar og það varð óhapp en engin slys á mönnum.
Við erum þó ekkert mjög áhyggjufullar yfir heilsufari hans þar sem hann var í læknisskoðun í Gydinia í gær sem kom vel út.
Áhyggjur okkar snúast ferkar um það að hann er áhugamaður um formúlu og mér fannst hann gefa þokkalega í þegar hann bauð okkur með frúnni í sunnudagamessuna s.l. sunnudag.
Á morgun stefnum við á hressilegan sundsprett og hver veit nema við hittum Szmytka í lauginni en okkur skilst að hann verði þar upp úr klukkan fjögur.
Búnar að bóka aftur á sama tíma að ári.
P.S Systir Margrét lyftir ekki höfði frá kodda þar sem Dr. Borys bruggaði henni seið og fargaði hana ofan í rúm.
Flokkur: Heilbrigðismál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.