Hvar voru verkalýðsleiðtogarnir í "búsáhaldabyltingunni"?

Ég velti fyrir mér stöðu verkalýðsins á Íslandi og hvernig baráttan hvarf í "græðgivæðingunni" svokölluðu. Forkólfar þeirra flokka sem kenna sig við jöfnuð og telja sig vera málsvara lægst launuðu stéttanna höfðu hæst um þessa græðgivæðingu.

Forystumenn verkalýðsfélaganna létu lítið á sér kræla eftir bankahrunið. 

Þeir virtust vera alveg uppteknir við að bjarga verðmætum sínum eða verja ofurlaun sín.

Þeir stóðu alla vega ekki í eldlínunni á Austurvelli og skipulögðu mótmælin.

Það segir alla söguna af stöðu verkalýðsbaráttu á Íslandi að listamenn eins og Hörður Torfason urðu að taka það að sér.

Nú 1. maí marsera þeir í kröfugöngum og gera m.a.s. hlé á stjórnarmyndunarviðræðum.

Hvar voru þeir allir á meðan "Róm" var að brenna? 


mbl.is Kröfugangan lögð af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála! Það er þá helst Guðmundur Gunnarsson sem virðist vera að gera eitthvað.

Þeir mega hreint skammast sín!

Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 14:32

2 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Kannski voru þeir bara á stjórnarfundi í lífeyrissjóðunum sem hafa rýrnað og greiða nú sumir 10% minni lífeyri til ellilífeyrisþega eða þá að þeir voru á bankastjórnarfundi að samþykkja að "sumir" skuldarar þurfi ekki að greiða skuldir sínar af því að ef það er ekki samþykkt þá lækki verðgildi bankans. Kannski betra að mæta á þessa fundi svo þeir fái örugglega viðbótar mánaðarlaunin sín þar. Það er ekki gott að lifa með minna en 2 kúlur pr. mánuð eða hvað? Mér bara datt þetta svona í hug sem skýringu á fjarveru þeirra.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 2.5.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband