Furðuleg afstaða VG og Samfylkingar

Ég get ekki orða bundist vegna afstöðu VG og Samfylkingar í stjórnarmyndun.

Þessir flokkar telja sig vera lýðræðið uppmálað.

Meðlimir þeirra gengu um á Austurvelli og hvöttu fólk til dáða í Búsáhaldabyltingunni.

Nú hefur skilgetið afkvæmi þeirrar byltingar "Borgarahreyfingin" komið fjórum mönnum inn á þing.

Báðir þessir lýðræðissinnuðu flokkar eru svo sjálfumglaðir og uppteknir af "eigin ágæti" að það hvarflar ekki einu sinni að þeim að bjóða Borgarahreyfingunni að koma að þessum viðræðum með sér.

Fólkinu sem barði pottana og pönnurnar, fólkinu sem gerði byltinguna.  

Þetta segir mér að þau í VG og Samfylkingu halda að þau hafi sjálf  gert byltinguna!

Ég mátti til með að benda á þetta þar sem mér finnst það skjóta mjög skökku við hve þau sem töluðu svo fjálglega um lýðræði og vilja "þjóðarinnar" fyrir kosningar eru fljót að gleyma þegar þau hafa sjálf komist til valda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús H Traustason

Er alveg að missa trú á að þessir  tveir flokkar  VG og Samfylking, geti gert eithvað af viti. Við erum komin upp að vegg. Tíminn á þrotum. Brátt verður að grípa til búsáhaldana á ný. Þá er gott að eiga fulltrúa inni.

Magnús H Traustason, 29.4.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Svo sannarlega og við hefjumst handa þann 1. maí!

Vilborg Traustadóttir, 29.4.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband