þri. 31.3.2009
Aukaverkanir
Vaknaði eldsnemma í morgun eftir lítinn nætursvefn, til að hringja í Hauk Hjaltason taugalæki á símatíma hans sem stendur í hálftíma milli átta og níu einu sinni í viku.
Haukur Hjaltason hefur yfirumsjón með inngjöf á Tysabri lyfinu (fyrir hönd LSH) sem ég er nýbyrjuð á við MS sjúkdóminum.
Ég beið um hálftíma í símanum en þá kom rödd sem sagði símatíminn hjá Hauki er búinn.
Þetta gengur ekki sagði ég, ég ræddi bæði við John Benedikz og Jónínu Haraldsdóttur sem sér um að gefa lyfið og þau ráðlögðu mér bæði að ræða við Hauk vegna aukaverkana sem ég er með. Landspítalinn hefur tekið að sér að gefa lyfið og Haukur á að sinna þessu sagði ég bara.
Ég fékk samband við ritara sem reyndi að ná í Hauk sem svaraði ekki en einhver annar svaraði og sagði það sama að hann væri búinn með símatímann.
Ég sagði þetta er ekki hægt og endurtók rununa um að þeir ættu að sinna þessu og fékk aftur samband við ritara sem tók niður númerið mitt til að biðja Hauk að hringja í mig.
Kl 10 hringdi unglæknir og bað mig að koma og spjalla við sig um einkennin sem ég og gerði. Ég fór í blóðprufu og skilaði þvagprufu.
Ég sagði lækninum að einkennin væru svona eins og fyllerí og það ekki einu sinni gott fyllerí. Þetta væri bara vont.
Eftir að hafa tekið stöðuna hringdi unglæknirinn í Hauk og sagði honum einkennin sem ég hafði lýst fyrir honum.
Niðurstaðan var að fara heim og hvíla mig og þetta væri sennilega allt eðlilegt. Ég get átt von á að versna næstu þrjá mánuði en síðan ætti þetta að fara að lagast aftur.
Ég er þakklát unga lækninum sem brást rétt við og gerði það sem þurfti enda er það alveg nýtt fyrir mér að fá þetta lyf og aukaverkanir þess fremur óþægilegar.
Hins vegar er ég hugsi vegna taugalæknanna á Landspítalanum sem virðast ekki hafa tíma til að sinna því sem þeir hafa tekið að sér? Skella nánast símanum á sjúklinga sína en fá svo söguna matreidda frá þriðja aðila....símleiðis....seinna?
Það er ekki við hæfi hjá taugalæknum að gera sig merkilega á kostnað sjúklinga sinna, þeir eiga að sinna þeim!
Flokkur: Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 13:53 | Facebook
Athugasemdir
Að sjálfsögðu á að sinna þeim sem á þurfa að halda, sér í lagi þegar fólk er að reyna að fóta sig með nýtt lyf
Vonandi lagast þetta sem fyrst !
Hulda Margrét Traustadóttir, 31.3.2009 kl. 14:18
Ótrúleg frásögn hjá þér, ef læknar hafa svona mikið að gera eiga þeir auðvita ekki að taka verkið að sér, eru þessir taugalæknar svona fáir ??? það er nógu erfitt að vera veikur, þó maður þurfi ekki að standa í svona vitleysu. Gangi þér nú samt vel með þetta allt ( lyfið og að berjast við læknirinn ) baráttu kveðjur til þin
Sigurveig Eysteins, 2.4.2009 kl. 04:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.