Taugasálfræðimat

Fór upp á Grensás í taugasálfræðimat í dag.  Var í tvo klukkutíma að taka hin ýmsu próf.

Ég hafði áhyggjur af að ég væri allt of minnislaus og hæg enda búin að vera með "bómull" í hausnum síðan ég fékk Tysabri fyrir viku.

"You have to take the bitter of the sweet honey" sagði ein ágæt kona við mig í gær og það er alveg hárrétt hjá henni.  Ég fékk lyfið og er þakklát fyrir það.  Þess vegna verð ég að taka mínum aukaverkunum eins og aðrir sem þær fá.

Mér var tjáð að ég væri fyrir ofan meðallag í þessum prófum sem ég tók í morgun og því verður spennandi að vita hvernig ég kem út úr þeim eftir ár þegar allt verður endurtekið!

 Kannski verð ég farin að dansa ballet og komin í heimspeki í Háskólanum?

Hver veit? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ekki spurning - nú fjórfaldast allt og framtíðin verður ballett og heimspeki og guð má vita hvað.... Miðað við hversu framkvæmdaglöð þú ert nú þegar..

Gott að vita að þú varst yfir meðallag í prófunum, enda átti maður ekki von á öðru

Hulda Margrét Traustadóttir, 26.3.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Þú ferð þetta á bjartsýninni og draumunum

Sigurveig Eysteins, 26.3.2009 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband