Krossgötur-Detox og Tysabri tomorrow

 

Ég mun á morgun bruna upp á Hótel Glym þar sem kynning verður á starfsemi Krossgatna Detox, sem er metnaðarfullt heilsuverkefni sem fer af stað þar í byrjun maí.

Opnaður verður gluggi með upplýsingum um verkefnið á heimasíðu http://www.hotelglymur.is/ á morgun.

Verið hjartanlega velkomin en kynningin hefst klukkan 17.00 á morgun fimmtudaginn 19. mars.

Endilega tilkynnið komu ykkar í síma 430 3100 eða með tölvupósti á info@hotelglymur.is eða bara mætið á svæðið og krossið putta að eitthvað verði til að bíta og brenna! 

Sjáumst hress!  Wink 

 

Ég fæ einnig fyrsta skammtinn af Tysabri á morgun.  Tysabri er lyf sem er notað til að hamla eða jafnvel stöðva nær alveg MS sjúkdóminn.

Það verður spennandi að vita hvernig lyfið fer í mig en flestir taka því vel.

Ég vona að ég verði þeirra á meðal.

Tysabri er gefið sem drip í æð og tekur inngjöfin um klukkutíma en síðan verð ég undir eftirliti á eina klukkustund til viðbótar meðan fylgst er með hvort ég sýni ofnæmisviðbrögð. 

Að þessu loknu mun ég bruna á fyrrnefnda kynningu!

Sjáumst!!!!  Kissing 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gott Vilborg mín, vona að lyfið gefi þér bara aukin kraft og engin leiðindi.

Ég ætla svo sannarlega að kíkja á hotelglymur.is á morgun. Flott hjá ykkur, verður gaman að fylgjast með sér í lagi þar sem þér hefur tekist að taka mig með til Póllands í maí  Knús

Hulda Margrét Traustadóttir, 18.3.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband