mið. 11.3.2009
"The line of fire"
Nú bíða þeir í röðum Samfylkingarmenn eftir að hafa skorað á Jóhönnu Sigurðardóttur að verða formaður flokksins.
Hvað gerist ef Jóhanna gefur ekki kost á sér?
Þá munu að öllum líkindum a.m.k. fjórir einstaklingar bjóð sig fram í starfið.
Ég hugsa að það gæti orðið lýðræðislega gott fyrir Samfylkinguna að fá að velja sér formann nú.
Á þessum tímapunkti yrði það erfitt fyrir Jóhönnu að taka við flokknum án mótframboðs jafnvel þó hún njóti mikilla vinsælda.
Þegar á móti blæs eru vinsældir fljótar að snúast upp í andhverfu sína.
Þess vegna er mikilvægt að flokksmenn velji úr hópi einstaklinga svo umboðið sé skýrt en beri ekki vott um handval valdameiri einstaklinga innan Samfylkingarinnar.
Beðið eftir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jón Balvin er sá eini sem boðað hefur framboð til formanns og tel ég hann líklegastan fari Jóhanna ekki fram. En hnífjafnt gæti orðið í formannsslagnum taki bæði Jón og Jóhanna þátt.
Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 17:54
Ég bind vonir við Jón Baldvin, því er ekki að leyna.
Vilborg Traustadóttir, 11.3.2009 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.