Vorðið nálgast

Bílstjórinn okkar í Póllandi var að láta setja sumardekkin undir bílinn sinn í gær.  Hann kom því á litlum bíl frá verkstæðinu til að skutla mér á flugvöllinn.

Hann hrópaði upp þegar ég sagði að við hefðum vetur fram í apríl-maí og að hann byrjaði oft í október-nóvember. 

Við spjölluðum saman mestalla leiðina hann á þýsku og ég á því hrafli sem ég kann í þýsku og bæði notuðum við bendingar alveg óspart.  Svo þegar við náðum ekki pointinu var það bara allt í lagi og við hlógum saman í staðin. 

Hress kall.  Hann var heppinn.  Keypti nýja bílinn frá Þýskalandi (þann sem var að fá sumardekkin undir) fyrir kreppu (skildist mér) pólska zl var 3,20 ein EVRA en hækkaði i 4,50 eftir að hann keypti bílinn. 

Svo kreppan var auðvitað í brennidepli. 

Hann var ærlegur og þegar ég gerði upp við hann sagði hann kleine auto, kleine money og lét mig borga miklu minna fyrir ferðina.

Ég sagði tanke frá kleine frau.

Hann tekur á móti okkur Möggu systir í maí. 

Á  sumardekkjum. LoL 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband