lau. 14.2.2009
Jón Baldvin kemur alltaf aftur
Ég tek undir með Jóni Baldvin að nú er lag að Jóhanna taki við. Ég myndi ekki síður vilja sjá Jón Baldvin sjálfan taka við taumunum.
Þá er mér vandi á höndum. Samfylkingin hefur ekki virkað sem trúverðugur flokkur á mig en ég hef lýst því yfir að ég myndi kjósa Jón Baldvin þar sem hann byði sig fram.
Lýðveldisbyltingin tel ég að sé að gera mjög góða hluti sem skila okkur inn í framtíð þar sem auðveldara verður að fóta sig.
---
Jón Baldvin því talar þú ekki við Njörð um eitt stykki lýðveldisbyltingu?
Með þig innanborðs gæti það varla klikkað.
Jón vill að Ingibjörg víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef leita skal eftir þeim sem bera ábyrgð á bankahruninu, þá verður að teljast að þar beri kannski JBH hvað stærstan hlut. JBH barðist fyrir inngöngu okkar í EES og náði því og kallaði það eins og frægt er að við hefðum "fengið allt fyrir ekkert" . Íslensku einkabankarnir störfuðu eftir reglum sem sami JBH fékk festar í sessi með inngöngu okkar í EES.
Svo kemur hann fram nú eins og hvítþveginn engill sem ekkert illt leiddi yfir þessa þjóð. JBH barðist einnig fyrir stofnun Samfylkingarinnar og þannig ber auðvitað Samfylkingin ábyrgð á regluverkinu sem bankarnir störfuðu eftir. Augljóst er að JBH treystir á það að kjósendur hafi gullfiskaminni, en svo er ekki með öll okkar. Við munum einnig eftir ýmsum subbuskap JBH í meðferð almannafjár og veisluhöldum fyrir flokksholla menn sína sem og eiginkonunnar.
Ég held að ég afþakki frekari þjónustu JBH fyrir almenning. Hann hefur kostað þessa þjóð nóg nú þegar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.2.2009 kl. 18:16
Eins og með eldfjöllin, gerir ekki neitt nema skaða fyrir þjóðina.
Hörður Einarsson, 14.2.2009 kl. 19:10
Þið hafið sjálfir gullfiskaminni. JBH samdu jú fyrir hönd þjóðarinnar um EES en hann fékk ekki tækifæri til að fylgja því eftir.
Við tóku spillingaröflin í Framsókn, Halldór, Finnur, Gunnlaugur (faðir núverandi formanns þar) og sköruðu eld að sinni eigin köku. Blygðunarlaust.
Geir H. Haarde sagði sjálfur í haust að jú það væru reyndar ákvæði í EES samningnum sem lytu að fjármálastofnunum sem hefðu aldrei verið virkjuð!
Svo étt´ann sjálfur varðandi Jón Baldvin.
Vilborg Traustadóttir, 14.2.2009 kl. 23:36
Þvílík blinda ! Er JBH kannski háheilagur þar sem Jóhanna er heilög ?
JBH er einn af þessum gerspilltu poturum sem sóa almannafé blygðunarlaust í m.a. að halda veislur fyrir vinin sína á okkar kostnað.
Svo ertu að fara með rangt mál með þessi óvirkjuðu ákvæði. Þau tengjast ekki allt fyrir ekki neitt JBH
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.2.2009 kl. 01:01
Ef ég fer með rangt mál þá hefur Geir logið blákaltþegar hann sagði þetta vona í "forbyfarten",
varðandi Jón Baldvin þá er að sjálfsögðu enginn gallalaus en ég er sannfærð um að hann myndi gera mikið gagn núna sem málsvari Íslands m.a. á erlendum vettvangi.
Hef ekki séð neina snilldartakta hjá neinum stjórnmálamanni öðrum en honum undanfarna mánuði.
Vilborg Traustadóttir, 15.2.2009 kl. 11:08
Nú er um að gera að horfa ekki í fortíðina, heldur framtíðina. Ég er gjörsamlega ósammála því að aldur hafi eitthvað með málin að segja. Hærri aldur, meiri reynsla.
Ég lærði á mínum ungdámsárum að hlusta á eldra fólk og taka mark á því sem það hafði að segja en ég held að það hafi gleymst ansi oft síðustu árin.
Og reynið nú að trúa því "unga fólk" að þið eldist firr en varir og viljið þið, láta strika ykkur út um fimmtugt eins og margir hér á þessu landi virðast hafa gert. Allar ykkar skoðanir og allar ykkar þrár ? Bara yfir og út af því að þið eruð orðin "gömul" Ævin líður hratt - verum þess minnug !
Hulda Margrét Traustadóttir, 15.2.2009 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.