Utanþingsstjórn

Ég hef haldið því fram áður og ætla að árétta það að eina farsæla leiðin í stöðunni hér á Íslandi er að sett verði á stofn utanþingsstjórn.  

Kosningum mætti þar af leiðandi auðveldlega fresta fram á haust og undirbúa stjórnlagaþing og framkvæma nauðsynlegar breytingar á Íslensku stjórnarskránni meðan utanþingsstjórnin kæmi hér skikki á mál.

Það væri æskilegt að þær breytingar tækju gildi þannig að kosið yrði um þær og stofnun nýs lýðveldis áður en kosið yrði.  Þannig mætti kjósa eftir nýju stjórnarskránni þegar næst verður kosið til Alþingis.

Fólk sem hagar sér eins og þingmenn gera nú eiga ekkert erindi í forsvar fyrir land sem er eins illa statt og Ísland.

Land sem þeir sjálfir keyrðu á kaf.

Ég sé bjarta framtíð eftir að þessum breytingum hefur verið komið á af þeirri einföldu ástæðu að kerfið breytir sér ekki sjálft.

Það viðheldur sér. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús H Traustason

Já kosningar gera ekkert fyrir land okkar og þjóð ef ekki verða róttækar breytingar á stjórnskipan landsinns.

Lifi Lýðveldisbyltingin.

Magnús H Traustason, 13.2.2009 kl. 16:24

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Svo sammála.

Vilborg Traustadóttir, 13.2.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband