Vonandi líkur þessum "farsa" hér með.

Þessi "Seðlabankafarsi" er orðinn langur og leiðinlegur.

Þrákelkni bankastjóranna við að axla ábyrgð hefur kostað stjórnarslit.

Fyrst fyrrverandi ríkisstjórn sem meirihluti þjóðarinnar studdi réð ekki við endurskipulagninguna og það að skipta um Seðlabankastjórn þá lá það beint við að ríkisstjórnin félli.

Menn sem telja sjálfa sig æðri ríkisstjórn hafa ekkert að gera í störfum fyrir þjóðina.

Mikilmennskubrjálæði og sjálfmiðaðar yfirlýsingar út og suður gengu fram af fólki.

Svo mjög að á þingi Verslunarráðs gengu menn út, þar sem aðalseðlabankastjóri eyddi öllum sínum ræðutíma og ræðutíma annarra í það að réttlæta sjálfan sig.

Nú vona ég innilega að þessum sorglega "farsa" ljúki og þjóðin geti farið að byggja upp það traust sem hún þarf til að geta talist þjóð meðal þjóða. 

Það er ekki trúverðugt að nota Seðlabanka Íslands sem millilendingu fyrir stjórnmálamenn á leið sinni á eftirlaun. 

Það skiptir engu máli hvort menn eru "sekir eða saklausir".  Menn í slíkri ábyrgðarstöðu þurfa að víkja við svo ofboðslegt efnahagshrun sem varð.

Þjóðin er mest undrandi á að þeir sáu það ekki sjálfir.  Það eitt og sér sýnir siðblindu.

Ég óska öllum þeim sem misst hafa atvinnu sína alls hins besta,  það á einnig við um stjórn Seðlabankans. 

Ég veit að þessi ákvörðun var erfið en hún var rétt. 


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fulltrúi Samfylkingarinnarí stjórn Seðlabankans sagði af sér fljótlega eftir bankahrunið og er hún því ein um að axla sjálfviljug ábyrgð á þeim bæ.

Vilborg Traustadóttir, 3.2.2009 kl. 00:43

2 identicon

Nú er Arnarhóllinn að klárast og þá er Álftanesið bara eftir!

Axel (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband