Þau lágu yfir þessu í fimm sólarhringa!

http://www.mbl.is/media/11/1211.pdf

 

Ég var fimm mínútur að lesa þetta yfir og finnst þetta þunnt og almennt orðað.

Það eina skýra er að reka Davíð og breyta yfirstjórn seðlabankans.

Sem er í sjálfu sér nauðsynlegt og sýnir hve getuleysti Sjálfstæðisflokksins var gríðarlegt og sýnir hversu erfitt það er heilli þjóð þegar menn setja sjálfa sig ofar öðru eins og Davíð hefur gert í þessu máli. 

Hvar er Stjórnlagaþingið sem var lofað og hvernig á að velja á það?

Jóhanna er skelegg kona og það kom greinilega fram á fundinum að hún verður harður verkstjóri!

Spurning hvort ríkisstjórnin lifir það af í þessa 83 daga.

Það kemur bara í ljós. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús H Traustason

Njörður p hefur talað fyrir þeim breytingum á stjórnarskrá íslands sem lýðveldisbyltingin er að móta. Ég bara treysti engum öðrum en lýðveldisbyltingunni til að koma því í gegn að kosið verði til stjórnlagaþings.

Lifi byltingin.

Magnús H Traustason, 1.2.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála þér. Ég held að jafn nauðsynlegt og það var að endurnýja ríkisstjórnina eigi að sama skapi eftir að koma í ljós nauðsyn þess að stokka upp stjórnkerfið og breyta áherslum.

VG og Samfylking OG Framsókn eiga eftir að finna alvöru þjóðarinnar í þeim efnum. Það er mikill misskilningur hjá þeim ef þau halda sig geta sett upp geislabaug og þóst vera að bjarga þjóðinni. Þjóðin hefur tekið málin í sínar eigin hendur núna og það verður ekki aftur snúið í gamla flokksræðið.

Þau mega alveg mín vegna stjórna fram að kosningum en eftir þær vil ég sjá allt annað landslag við stjórn landsins.

Vilborg Traustadóttir, 1.2.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband