Það er enginn sigur unnunn! Af visi.is


Vísir, 31. jan. 2009 09:53

Boða til sigurhátíðar á Austurvelli í dag

mynd

Raddir fólksins halda sinn sautjánda mótmælafund klukkan 15:00 á Austurvelli í dag. Í tilkynningu frá samtökunum er boðað til sigurhátíðar að þessu sinni þó enn eigi eftir að skipta út stjórn Seðlabanka Íslands.

„Í sautján vikur hafa Raddir fólksins barist gegn flokksræði og siðleysi í íslenskum stjórnmálum. Tugþúsundir Íslendinga hafa flykkst á Austurvöll til að knýja fram virkt lýðræði og nýja stjórnarskrá. Með samstilltu átaki fjöldans og einbeittum markmiðum hefur okkur tekist að ná glæsilegum áfangasigri. Ein óvinsælasta stjórn Íslandssögunnar er fallin, boðað hefur verið til kosninga og búið er að víkja stjórn Fjármálaeftirlitsins frá störfum," segir í tilkynningu frá samtökunum.

„Eftir er þó lokavígi landráða og valdagræðgi í íslenskri flokkspólitík. Stjórn Seðlabankans situr enn. Þeir vanhæfu einstaklingar sem þar sitja verða að víkja tafarlaust og sæta ábyrgð fyrir embættisafglöp."

Ávörp á Austverlli í dag flytja þau Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur, Katrín Snæhólm Baldursdóttir listakona og Viðar Þorsteinsson heimsspekingur.

Fundarstjóri verður sem fyrr í höndum Harðar Torfason

 --

Nú er ég reið.  Hvaða helvítis sigur er unnunn?  Finnur Ingólfsson?

Við erum ekki sátt við ástandið Hörður Torfason og Raddir fólksins.

Hér ríkir glundroði og óvissa í boði Sjálfstæðisflokksins og þess flokkakerfis sem við búum við. 

Lifi lýðveldisbyltingin, það er það sem þjóðin vill í dag! 

Nýtt lýðveldi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband